Skírnir - 01.01.1935, Page 52
50
Dr. Hannes Þorsteinsson.
[Skírnir
dóttir biskups Einarssonar. Faðir Einars Narfasonar í
Efstadal var Narfi eldri s. st. Einarsson Jónssonar bónda
í Gröf í Grímsnesi, Narfasonar bónda á Laugarvatni
Ormssonar sýslumanns í Reykjavík Jónssonar. En kona
Einars Jónssonar í Gröf var Guðrún Jónsdóttir Hall-
varðssonar á Seli í Grímsnesi og Guðrúnar Sæmunds-
dóttur í Gröf, Jónssonar Sigurðssonar refs á Búrfelli
og í Gröf. Var Jón refur banamaður Diðriks af Mynden,
sem kunnugt er. I föðurætt var dr. Hannes 10. mað-
ur frá Jóni ref, 8. maður frá Þormóði í Bræðratungu,
10. maður frá Torfa í Klofa í eina ættkvísl og 11. maður
í aðra, og 10. maður frá Ormi Jónssyni, sýslumanni í
Reykjavík.
Annar sonur Ásbjarnar og Elízabetar Narfadóttur
í Fellskoti var Jón í Nýjabæ í Flóa, faðir Ásbjarnar
föður Jóns Ásbjörnssonar hæstaréttarmálflutningsmanns.
Voru þeir dr. Hannes og Jón því þrímenningar.
Af öðrum börnum Narfa yngra í Efstadal og systk-
inum Elízabetar í Fellskoti eru miklar ættir komnar.
Andrés bróðir hennar Narfason á Berghyl var faðir
Magnúsar Andréssonar alþingismanns í Langholti, föð-
ur Helga óðalsbónda í Birtingaholti, föður þeirra Birt-
ingaholtsbræðra (síra Guðmundar í Reykholti og bræðra
hans). Annar sonur Magnúsar var Andrés faðir síra
Magnúsar prófasts á Gilsbakka og Eyjólfs föður Þórð-
ar Eyjólfssonar prófessors. En dóttir Magnúsar alþingis-
manns í Langholti var Ingunn, móðir síra Bjarna Þór-
arinssonar og þeirra systkina. Voru þeir dr. Hannes ann-
ars vegar og þeir Birtingaholtsbræður, síra Magnús á
Gilsbakka og síra Bjarni Þórarinsson og systkini hans
hinsvegar, fjórmenningar. Af Þóru, systur Elízabetar,
var kominn Sveinbjörn Sveinbjörnsson yfirkennari í Ár-
ósum, og voru þeir dr. Hannes einnig fjórmenningar.
Þriðja dóttir Narfa yngra í Efstadal var Jórunn, kona
Bjarna Jónssonar í Efstadal. Þeirra dóttir var Ragn-
heiður kona Eyjólfs Þorleifssonar á Ketilvöllum í Laug-
ardal. Voru þeirra börn mörg, þar á meðal Katrín móðir