Skírnir - 01.01.1935, Síða 53
Skírnir]
Dr. Hannes Þorsteinsson.
51
síra Magnúsar á Gilsbakka, Guðmundar í Austurhlíð,
faðir Sólveigar konu Þorsteins á Móeiðarhvoli Thóraren-
sens, Kolbeinn í Kollafirði afi Kolbeins Högnasonar, er
þar býr nú, og Eyjólfur á Laugarvatni, faðir Ingunnar
konu Böðvars Magnússonar hreppstjóra þar. Er sá
frændbálkur afar fjölmennur. Voru þeir frændur, niðjar
Jórunnar í Efstadal, flestallir hinir mestu vaskleika-
menn.
Móðir dr. Hannesar var Sigrún Þorsteinsdóttir hrepp-
stjóra á Drumboddsstöðum, Tómassonar í Auðsholti í Bisk-
upstungum, Halldórssonar á Tindsstöðum á Kjalarnesi,
Eyjólfssonar sama staðar, Halldórssonar á Möðruvöllum í
Kjós, Þórðarsonar Ormssonar hins gamla Vigfússonar,
sýslumanns í Eyjum. Ormur í Eyjum átti Ragnhildi Þórð-
ardóttur lögmanns Guðmundssonar, og var dr. Hannes því
8. maður frá Ormi í Eyjum og 9. maður frá Þórði lögmanni
Guðmundssyni. Kona Þorsteins Tómassonar á Drumbodds-
stöðum, og amma dr. Hannesar, var Sigríður Knútsdótt-
ir á Drumboddsstöðum, Björnssonar í Vorsabæ á Skeið-
um, Högnasonar lögréttumanns á Laugarvatni Björns-
sonar prests á Snæfuglsstöðum Stefánssonar prests á
Seltjarnarnesi Hallkelssonar. En móðir síra Björns á
Snæfuglsstöðum var Úlfhildur Jónsdóttir í Reykjavík
Oddssonar, sú er til alþingis reið 1665 og sór þar fyrir
alla karlmenn, nema bónda sinn. Dóttir síra Björns á
Snæfuglsstöðum og systir Högna á Laugarvatni, forföð-
ur dr. Hannesar, var Sigríður kona Jóns prófasts Hall-
dórssonar hins fróða í Hítardal, ættföður Finsenanna.
Voru þeir síra Björn á Snæfuglsstöðum og forfeður hans
í karllegg orðlagðir hreystimenn, og svo voru þeir Finn-
ur biskup og margir niðjar hans.
Systur Sigrúnar móður dr. Hannesar, voru þær Gróa
kona Þórarins Þórarinssonar á Drumboddsstöðum og
móðir þeirra Þorfinns á Spóastöðum og Þorsteins á
Drumboddsstöðum, og Steinunn síðari kona Guðmundar
ögmundssonar á Efri-Brú í Grímsnesi, og er þeirra son-
ur Tómas skáld í Reykjavík.
4*