Skírnir - 01.01.1935, Page 55
Skírnir] Dr. Hannes Þorsteinsson. 5íi
stöðvum sunnanlands, og notuðu margir námgjarnir ung-
lingar þá til lestrar og viðræðna við fróða menn, sem
þar voru saman komnir, og hefir vafalaust svo verið um
dr. Hannes Þorsteinsson.
Efni brustu til þess, að dr. Hannesi væri ætluð skóla-
ganga. Það, sem almennt er kallað tilviljun, virðist hafa
ráðið því, að sumir fátækir sveitadrengir hafa gengið
þá leiðina. Og svo hefir verið um dr. Hannes. Svo hefir
mér sagt síra Bjarni Þórarinsson, frændi dr. Hannesar,
að hann hafi komið á hausti einu — það hefir verið
1879 — til Reykjavíkur. Kom hann þá með síra Bjarna
og fleirum frændum sínum upp á Skólablett og var
kynntur ýmsum skólapiltum. Þegar dr. Hannes heyrði
nöfn þeirra, sagði hann þeim þegar margt um foreldri
þeirra og ætt, er þeir vissu ekki sjálfir. Og undruðust
þeir mjög fróðleik þessa óþekkta og umkomulitla sveita-
drengs. Fyrir þenna atburð varð það að ráði, að dr.
Hannes skyldi ganga skólaveginn. Gerðust nokkrir
skólapilta til þess að kenna honum undir skóla. Varð
dr. Hannesi það og til mikils happs, að hann kynntist
hinum ágæta fræðimanni Jóni Péturssyni yfirdómsfor-
seta, er mestur var ættfræðingur einhver sinna sam-
tíðarmanna, og mun honum hafa fundizt mikið til um
fróðleik dr. Hannesar. Lærði dr. Iíannes undir skóla
veturinn 1879—1880, og 28. júní 1880 lauk hann inn-
tökuprófi 1 latínuskólann. Varð hann 8. í röðinni af 16,
sem þá voru teknir í skólann. Gerðist dr. Hannes brátt
afburða námsmaður í flestum greinum. Þegar við fyrstu
röðun, 2. desbr. 1880, varð hann efstur í sínum bekk
og hélt því sæti jafnan upp þaðan. Varð hann ágætur
málamaður og frábær 1 sögu. Stærðfræði mun hafa lát-
ið honum einna sízt, en með dugnaði sínum og skyldu-
rækni mun hann þó hafa orðið allvel fær í þeirri grein.
Og í eðlisfræði og stjörnufræði hlaut hann ágætiseinkunn í
burtfararprófi úr skólanum, og má nokkuð hafa það til
marks um það, að nokkurn veginn hafi hann verið jafn-
vígur á allar skólagreinir. Burtfararprófi lauk dr. Hann-