Skírnir - 01.01.1935, Side 56
54
Dr. Hannes Þorsteinsson.
[Skírnir
es vorið 1888 með mjög hárri I. einkunn, 102 stigum,
og skorti því 3 stig til ágætiseinkunnar. Frá því, er skól-
inn fluttist til Reykjavíkur frá Bessastöðum, höfðu til
þess tíma að eins þrír menn hlotið ágætiseinkunn í
stúdentsprófi, þeir Hallgrímur Sveinsson biskup, Guð-
mundur Magnússon prófessor og síra Jón Steingríms-
son í Gaulverjabæ, faðir Steingríms rafmagnsstjóra. Var
ágætiseinkunn ekki auðfengin í þá daga. Hefir dr.
Hannes fengizt mikið við ættfræði þegar í skóla, og má
hafa til marks um það álit, sem hann þegar hafði feng-
ið á sér í þeirr.i grein, að Jón Pétursson fól honum, þeg-
ar hann var í fjórða bekk, að g.era nafnaskrá við 1.
bindi Sýslumannaæfa. Hefði engum óvöldum manni
verið trúað fyrir því verki.
Að loknu stúdentsprófi gekk dr. Hannes á presta-
skólann. Nú á dögum mundi slíkur maður hafa siglt og
stundað sagnfræðinám í háskóla, en til þess brast dr.
Hannes fé. Lauk hann embættisprófi í guðfræði vorið
1888 með I. einkunn. Venjulegum mönnum lá leiðin úr
prestaskólanum í eitthvert prestsembættið. En dr. Hann-
es tók aldrei prestsvígslu, og varð það íslenzkum fræð-
um til mikils happs. Þó að dr. Hannes hefði vafalaust
orðið hinn sæmilegasti maður í prestsstöðu, þá hefði
hann sennilega hvorki sjálfur haft slíka ánægju af
því starfi sem fræðiiðkunum sínum, né heldur hefði
íslenzk ættvísi og mannfræði þá notið hæfileika hans
svo sem raun hefir á orðið. í prestsstöðu hefði hann að
vísu sjálfsagt ekki kastað fræðimennskunni alveg fyrir
róða, en hann hefði alls ekki haft þá aðstöðu t.il fræði-
iðkana, sem hann hafði, fyrst samfara öðrum störfum
hér í Reykjavík og síðan einvörðungu, ef hann hefði
gerzt prestur, og ekki afkastað neitt líkt því, sem hon-
um auðnaðist að gera með þeirri aðstöðu, sem hann
hafði, einkum síðustu 25 ár æfi sinnar.
Næstu árin eftir að dr. Hannes lauk embættisprófi,
dvaldist hann í Reykjavík og fékkst bæði við kennslu og
fræðistörf. Kenndi hann ýmsum undir skóla, og þótti