Skírnir - 01.01.1935, Blaðsíða 58
56
Dr. Hannes Þorsteinsson.
[Skírnir
allt, er hann hafði unnið í þarfir heimastjórnarflokks-
ins. En hvernig sem það hefir verið, þá tók dr. Hannes
nokkru síðar að hugsa um sölu á blaði sínu, og árið 1909
seldi hann það frá 1. jan. 1910 Pétri Zóphóníassyni ætt-
fræðingi. Lét dr. Hannes svo um mælt í kveðju, er hann
sendi lesendum blaðsins og prentuð er í Þjóðólfi 31. des.
1909, síðasta blaðinu, sem hann gaf út, að svo væri
blaðamennsku hér á landi orðið háttað, að hann skild-
ist við hana með litlum söknuði.
Á fyrra hluta blaðamennskutímabils síns — árið
1895 — tókst dr. Hannes á hendur ferð til útlanda, sér
til skemmtunar og fróðleiks, með Halldóri Jónssyni
bankagjaldkera. Fóru þeir á ,,Vestu“ héðan í ágústmán-
uði t.il Liverpool og þaðan til London, þaðan til Parísarr
frá París til Kölnar, þaðan upp Rínarfljót suður Þýzka-
land og til Vínarborgar. Síðan héldu þeir norður um Bæ-
heim til Prag og yfir Berlín og Hamborg til Kaupmanna-
hafnar. Voru utanferðir íslenzkra manna þá heldur ótíð-
ar, nema stúdenta og nokkurra kaupmanna. Og í slíkan
leiðangur lögðu víst nálega engir í þann tíð. Komu þeir
félagar heim úr för þessari haustið 1895. Má af þessari
för marka, að dr. Hannes muni þá þegar hafa verið kom-
inn í nokkur efni, því að varla hefir hann tekið lán til
fararinnar, og honum hefir fundizt sér þörf á því að
hleypa heimdraganum og sjá önnur lönd og þeirra háttu,
Þegar dr. Hannes tók við Þjóðólfi, stóð sem hæst
stjórnarbarátta Islendinga við dönsku stjórnina. Eftir
að landið fékk stjórnarskrána frá 5. jan. 1874, skiptist
barátta þessi í tvo þáttu: Annar frá 1881 til 1903 og hinn
þaðan frá og til 1918. Skiptust menn um 1890 aðallega í
tvo flokka. Annar fylgdi Benedikt Sveinssyni sýslumannir
er fá vildi landstjóra eða jarl hér búsettan, er færi með
konungsvaldið í sérmálum landsins („Benediktskan")-
Hinn fylgdi „miðlunými“, er svo var nefnd og Páll amt-
maður Briem var upphafsmaður að. Vildu miðlunarmenn
koma stjórn sérmálanna fyrir að hætti brezkrar nýlendu-
stjórnar.