Skírnir - 01.01.1935, Blaðsíða 59
Skírnií] Dr. Hannes Þorsteinsson. 57
Dr. Hannes tekur mjög hóflega á málum þessum í
fyrstu og kallar miðlunina tilraun til samkomulags við
hina konungkjörnu þingmenn, sem jafnan beittust gegn
frumvörpum Benedikts. En annars byrjar dr. Hannes
blaðamennsku sína sem skilnaðarmaður. í grein í 17. tölu-
blaði Þjóðólfs 1892 segir hann, að stjórnarbaráttan stefni
að því og eigi að stefna að því, „að Island losni smátt og
smátt alveg við Danmörku og verði að lokum lýðveldi með
forseta, er kosinn sé til 4 ára eða skemmri tíma“. Þetta
segir hann, að sé takmarkið, þótt sjálfstjórnarmennirnir
vilji nú sem stendur ekki heyra það nefnt af „praktisk-
um“ ástæðum. Leitast hann og við að rökstyðja það, að
landinu væri engin hætta búin af skilnaði. En Þjóðólfur
tók þó eigi upp skilnaðarmálið, enda var þess varla von,
að það fengi mikinn byr í þá daga. Takmark íslenzkra
stjórnmálamanna, þeirra er lengst þóttu fara, var það
eitt, að koma stjórn hinna svonefndu sérmála landsins fyr-
ir öðruvísi en verið hafði. Dr. Hannes komst í flokk þess-
ara manna. Hann varð eindreginn talsmaður „Benediktsk-
unnar“ og hvarf því frá skilnaði (sbr. Þjóðólf 1897, 2.
tölublað).
Á þingunum 1893 og 1894 var samþykkt frum-
varp til stjórnarskrárbreytingar, er Benedikt Sveinsson
hafði fram borið, en því var synjað staðfestingar. Á þing-
inu 1895 var tekin upp ný aðferð. Þá var samþykkt til-
laga til þingsályktunar um að skora á stjórnina að taka
kröfur íslendinga til greina þannig, að sérmál íslands-
yrði ekki borin upp í ríkisráði Danmerkur, að ráðherra
sá, er með þau færi, skyldi bera ábyrgð gagnvart alþingi,.
að neðri deild hefði ákæruvald á hendur honum fyrir
embættisathafnir hans og að innlendur dómstóll dæmdi
þau mál. Þótti dr. Hannesi, sem fleirum fylgismönnum
Benedikts, kenna undanhalds í þingsályktuninni frá 1895.
Árangur tillögunnar varð og, sem vænta mátti og brátt
kom í ljós, í minna lagi. Árið 1897 kom fram á alþingi
frumvarp eitt til breytinga á stjórnarskránni. Eftir því
átti ráðgjafa að vera heimilt að sitja á þingi og eigi skyldi