Skírnir - 01.01.1935, Page 61
Skírnir]
Dr. Hannes Þorsteinsson.
59
urinn, með Jón yfirdómara Jensson í broddi fylkingar,
reis þó upp gegn frumvarpi þessu, og taldi það óhæfu, að
ákveðið væri berum orðum, að íslenzk sérmál skyldu borin
upp í ríkisráði. Dr. Hannes mun hafa séð missmíði á því,
að lögbinda uppburð sérmálanna í ríkisráði, en taldi þó
ekki fært að hafna réttarbót þeirri, sem í frumvarpinu
1902 fólst, þess vegna, enda var hann traustur flokksmað-
ur, sem ekki rauf tryggðir við samflokksmenn sína, nema
honum fynndist nauðsyn bera til.
Landvarnarmenn og Valtýingar hinir fornu hófu nú
ádeilur miklar á hina nýju innlendu stjórn. Og hefst nú
síðari þáttur stjórnardeilunnar við Dani eftir 1874. Var
þingmönnum boðið til Danmerkur árið 1906, og var dr.
Hannes í þeirri för. Var þá enn rætt nokkuð við Dani um
stjórnartilhögun íslands. Síðan heimsótti Friðrik konung-
ur VIII. Island árið 1907. Upp úr þeirri heimsókn kom
nefndarskipunin 1907, sem kunnugt er. Voru 7 íslending-
ar skipaðir í þá nefnd. Mátti það nokkurri furðu gegna,
að dr. Hannes, hinn þrautreyndi talsmaður Heimastjórn-
arflokksins og eigandi og ritstjóri annars áhrifamesta
stjórnmálablaðs landsins, skyldi ekki verða kjörinn í þá
nefnd. Þessi nefnd kom síðan með „Uppkastið" 1908. Var
um það háð einhver hin grimmasta kosningabarátta sum-
arið 1908. Gekk dr. Hannes móti „Uppkastinu" og hinum
fornu samherjum sínum, Heimastjórnarmönnum, og með
allri þeirri harðfylgi, sem honum var lagin, með Isafold og
Þjóðviljanum, enda riðluðust stjórnmálaflokkarnir þá
mjög, og fóru svo leikar, að fylgismenn „Uppkastsins"
biðu hinn mesta ósigur. Á þinginu 1909 varð dr. Hannes
forseti neðri deildar. Urðu nú stjórnarskipti, en mjög
gengu þau torveldlega. Kvaddi konungur forseta þingsins,
Björn Jónsson, Kristján Jónsson og dr. Hannes, á fund
sinn, meðan þing stóð. Urðu málalok þau, sem kunnugt er,
að Björn Jónsson hreppti ráðherradóminn. Á þinginu 1911
var dr. Hannes enn kjörinn forseti neðri deildar. Þótti
hann fyrirmyndar forseti, kunni þingsköpin, eins og „kver-
ið“, skjótur til úrskurða og hinn röggsamasti. En nú var