Skírnir - 01.01.1935, Page 63
Skírnir]
Dr. Hannes Þorsteinsson.
61
Á alþingi 1911 var með fjárlagaákvæði stofnuð að-
stoðarmannssýslan við Landsskjalasafnið, sem síðar hlaut
nafnið Þjóðskjalasafn, með 960 króna árslaunum. Var ráð-
stöfun þessi gerð fyrir tilhlutan dr. Jóns Þorkelssonar,
sem þá sat á þingi, og hafði hann kosið sér mann í stöð-
una, er fjárveitinganefnd hafði samþykkt, eða að minnsta
kosti meiri hluti hennar, mann, sem um skeið hafði verið
skjalaverði til aðstoðar. En nú var dr. Hannes á lausum
kili. Hann hafði, sem fyrr segir, látið blað sitt af hendi og
eftir fall sitt í kosningunum 1911 mun hann einnig hafa
talið afskiptum sínum af stjórnmálum og þingmennsku
lokið. Hafði hann og á þinginu 1911 fengið 2500 króna
styrk til rannsókna og ritstarfa, og mun hafa hugsað sér
að helga sig fræðum sínum, það sem eftir væri æfinnar.
Með því að von hans um kennarastöðuna við háskólann
hafði brugðizt, b^r hann sig nú eftir aðstoðarmannsstöð-
unni við skjalasafnið, og var hann skipaður í hana 2. nóv.
1911. Gegndi hann þeirri stöðu, þar til dr. Jón Þorkels-
son lézt (d. 10. febr. 1924), en þá var hann fyrst settur
þjóðskjalavörður, og skipun í þá stöðu fékk hann 9. maí
1924. Og hélt hann þeirri stöðu til dánardægurs. Hafði
hann frá því, er hann gerðist starfsmaður við safnið, tíma
sinn svo að segja óskiptan til rannsókna og ritstarfa í
fræðum sínum.
Þó að dr. Hannes væri þjóðkunnur sem blaðamaður
og stjórnmálamaður, þá naut hann sín í rauninni aldrei
til fulls á því sviði. Hugur hans hafði allur beinzt að
fræðistörfunum, og þau munu lengst halda nafni hans á
lofti. Og verður nú vikið betur að þeim.
Hér skal fyrst minnzt á störf dr. Hannesar, þau er
hann hefir unnið í sambandi við Hið íslenzka bókmennta-
félag. Hann var endurskoðandi reikninga félagsins árin
1903—1905 og aftur 1910—1918. Það ár, 3. desbr., kjöri
fulltrúaráð félagsins hann í stjórn þess í stað dr.
Björns Bjarnasonar, er þá var nýlátinn, og var hann síð-
an kosinn í fulltrúaráð félagsins í kosningum til þess 1920
og jafnan upp þaðan. Heiðursfélagi var hann kjörinn 17.