Skírnir - 01.01.1935, Síða 64
62
Dr. Hannes Þorsteinsson.
['Skírnir
júní 1926. En ritstörf hans fyrir félagið hefjast þegar
árið 1884, er hann var í fjórða bekk latínuskólans. Eins
og fyrr segir, samdi hann þá nafnaskrá við 1. bindi Sýslu-
mannaæfa. Og mikilsverðasta starf hans fyrir Bókmennta-
félagið má eflaust telja útgáfu hans á þessu riti. Hafði
Jón Pétursson yfirdómsforseti hafið útgáfu þessa mikla
rits Boga Benediktssonar á Staðarfelli. Var 1. bindi lokið
1884, en Jóni Péturssyni entust ekki kraftar til að gefa
út meira en 2. hefti af 2. bindi, sem út kom 1891. Hafði
hann gert margar og mikilsverðar viðbætur og skýringar
við rit Boga, einkum við 1. bindið. En eftir 1891 lá út-
gáfan niðri. 1902 var hún hafin af nýju, og tók dr. Hannes
hana þá að sér. Var útgáfu textans lokið 1915, en nafna-
skrá eigi fyrr en 1932. Er rit þetta mesta stórvirki, sem
á prent hefir komið hér á landi, um íslenzka ættvísi og
mannfræði. Hefir dr. Hannes aukið svo við frumrit Boga,
að hann má vel nefna annan höfund þess. Fyrst og fremst
hefir dr. Hannes leiðrétt afar margt í handriti Boga, svo
sem vænta mátti, með því að fornbréf mörg eru út gefin í
íslenzku fornbréfasafni, sem Bogi hefir ekki átt kost á,
og dr. Hannes hefir haft aðgang að mörgum öðrum heim-
ildum, sem Boga var ekki kostur að nota. En svo hefir dr.
Hannes aukið við ættartölum og öðrum fróðleik, svo að
það, sem hann nú á í ritinu, er margfalt fyrirferðarmeira
en frumrit Boga. Þar sem dr. Hannes rekur ættir frá
sýslumönnum og öðrum, má að vísu deila um það, hvort
ekki hefði verið ástæða til að sleppa sumu, en taka annað
í staðinn. En hitt dylst engum, sem rit þetta notar, að
þar er í fólginn feiknamikill fróðleikur, og það er ekki of
mælt, að það var á engra manna færi, annara en dr. Hann-
esar, að gera það svo úr garði sem raun er á orðin. Og þó
að hann hefði ekkert annað gert en að gefa rit þetta út
með því, sem hann hefir til þess lagt frá sjálfum sér, þá
væri það eitt ærið til þess að nafn hans yrði munað meðal
allra þeirra, sem við sögu Islands, ættvísi og mannfræði
fást.
Þegar Bókmenntafélagið ákvað að gefa út íslenzka