Skírnir - 01.01.1935, Blaðsíða 65
Skírnir]
Dr. Hannes Þorsteinsson.
63
annála frá 1400—1800, tók dr. Hannes að sér að sjá um
útgáfu þeirra. Hófst sú útgáfa árið 1922 og hefir haldið
áfram óslitið síðan, og eru nú komin út 2 bindi stór og 2.
hefti hins þriðja bindis. En auk þess liggur fyrir undir-
búið frá hendi hans til prentunar handrit annála til tveggja
ára. Hefir útgáfa annála þessara verið vandasamt verk
og tímafrekt. Annálarnir eru margir og úr mörgum hand-
ritum að hverjum oftast að velja. Hefir dr. Hannes fund-
ið í því sambandi ekki fátt, sem mönnum var ekki áður
kunnugt. Annálarnir eru ágætt heimildarrit um flestar
eða jafnvel allar greinir sögu landsins á þessu tímabili.
Og er útgáfa þeirra hið mesta þarfaverk. Hefir dr. Hann-
es jafnan ritað fróðlegan inngang að hverjum annál, bæði
um höfund hans og handrit.
í Skírni hefir dr. Hannes einnig ritað nokkuð. Má
þar fyrst nefna „Nokkrar athugasemdir um íslenzkar bók-
menntir á 12. og 13. öld“, er birtust í Skírni 1912. Samdi
dr. Hannes ritgerð þessa upp úr rannsóknum sínum sum-
arið 1911, ér hann var að búa sig undir að taka við kenn-
arastöðu við háskólann í sögu íslands, sem áður getur.
I. kafli ritgerðar þessarar er um Styrmi fróða, og leiðir
dr. Hannes meðal annars allgóðar líkur að því, að Styrmir
hafi verið sonarsonarsonur Ketils biskups Þorsteinssonar,
og hafði mönnum verið þetta ókunnugt áður. Aðrir fræði-
menn höfðu ætlað Styrmi kominn í karllegg af Gilsbekk-
ingum. II. og III. kafli ritgerðar þessarar eru um það,
hver vera muni höfundur Hungurvöku, Pálssögu biskups
og sagna Þorláks biskups, og kemst höf. þar að nokkru leyti
að annari niðurstöðu en fræðimenn áður og að því, er
virðist, með góðum rökum. Auk þessa hefir dr. Hannes
birt í Skírni æfisögur nokkurra íslenzkra merkismanna
(Benedikts Gröndals yfirdómara, sira Páls Björnssonar
í Selárdal, sira Björns Halldórssonar í Sauðlaussdal).
Bera æfisögur þessar höfundinum vitni um hinn óþrjót-
andi fróðleik hans í íslenzkri mannfræði og ættvísi, eins
og allt annað, sem hann hefir skrifað í þeim greinum.
Loks gaf dr. Hannes út í Safni til sögu íslands, III. bindi,