Skírnir - 01.01.1935, Síða 66
■64 Dr. Hannes Þorsteinsson. [Skírnir
ritgerð Jóns Guðmundssonar lærða „Um ættir og slekti“,
ásamt ýmsum skýringum. Hafði dr. Hannes fundið rit-
gerð þessa í handriti einu í handritasafni Jóns Sigurðs-
sonar. Hefir hún að geyma ýmsan fróðleik, sem hvergi er
annarstaðar að finna.
Þá koma ritstörf dr. Hannesar fyrir Sögufélagið. Fé-
lag þetta var stofnað 1902, og var dr. Hannes einn af
stofnendum þess, og í stjórn þess var hann alla tíð, og
forseti þess eftir lát dr. Jóns Þorkelssonar. Og heiðurs-
félagi þess var hann kjörinn 1920. Sögufélagið gaf út
Guðfræðingatal hans árin 1907—1910, og hefir sú bók að
geyma æfisögur og ættir íslenzkra manna, er til þess tíma
höfðu lokið guðfræðiprófi við háskólann í Kaupmanna-
höfn. Fyrir félagið gaf dr. Hannes árin 1911—1915 út
Æfisögur Hólabiskupa eftir siðaskipti eftir sira Jón Hall-
dórsson í Hítardal o. f 1., og loks Skólameistarasögur sama,
ásamt skólaröðum frá Skálholtsskóla, Hólaskóla og
Reykjavíkurskóla hinum fyrri. Hefir hann og samið
ágætar skýringar við þessi rit. Loks var hann meðútgef-
andi dr. Jóns Þorkelssonar að ársriti Sögufélagsins,
Blöndu, og eftir lát dr. Jóns einn saman. Hefir hann bæði
gefið þar út rit annara ýms og ritgerðir eftir sjálfan sig
(æfisögur presta í Skaftafellsþingi o. fl.).
Þá má geta þess, að dr. Hannes var meðútgefandi
„Huldar“, ásamt dr. Jóni Þorkelssyni o. fl. Kom ritsafn
þetta út í Reykjavík árin 1890—1898. Gaf dr. Hannes þar
út nokkra af þáttum Gísla Konráðssonar, einnig með ýms-
um leiðréttingum.
Þá verður að minnast allmikillar ritgerðar um ís-
lenzk bæjarnöfn, er dr. Hannes samdi og birti í Árbók
Fornleifafélagsins árið 1923. Árið 1920 hafði Guðmundi
prófasti Helgasyni frá Rqýkholti, sem var ágætur ís-
lenzkumaður, verið falin athugun á þessu efni og að gera
tillögur um lagfæringu bæjarnafna, er nota skyldi við
útgáfu nýrrar jarðabókar. Hafði dr. Jóni Þorkelssyni ver-
ið falin í þessu skyni rannsókn skjala með sira Guðmundi,
en dr. Jón sigldi þá um sumarið, og fékk þá sira Guð-