Skírnir - 01.01.1935, Side 67
Skírnir]
Dr. Hannes Þorsteinsson.
65
mundur dr. Hannes til þessa starfs með sér. Störfuðu
þeir að þessari rannsókn saman nokkuð, en sira Guðmund-
ur tók sótt, meðan á verkinu stóð, svo að öll aðalrannsókn
á heimildunum og þungamiðja verksins hvíldi á dr. Hann-
esi, eftir því sem hann segir í formála fyrir ritgerðinni.
Hefir dr. Hannes tileinkað ritgerðina minningu sira Guð-
mundar og gerir ekki lítið úr þekkingu sira Guðmundar
og athugunum á þessu efni. Ritgerðin byggist á mjög yfir-
gripsmiklum rannsóknum bæði á eldri jarðabókum, forn-
bréfum og öðrum skjölum. En hún dró nokkurn dilk á eftir
sér. Hafði annar maður, Finnur prófessor Jónsson, áður
birt eftir sig all-langa ritgerð um sama efni í Safni til
sögu íslands, IV. bindi. Þótti Finni prófessor dr. Hannes
ekki hafa tekið nægilegt tillit til sinnar ritgerðar eða að
minnsta kosti ekki vitnað nógu oft til hennar, enda vildi
Finnur sem minnst gera úr verki dr. Hannesar. Hafði þó
dr. Hannes rannsakað heimildir stórum betur en prófessor
Finnur og leiðrétt margar niðurstöður hans, enda þótt
prófessor F'innur kunni að hafa haft réttara fyrir sér um
nokkur atriði. Ritaði prófessor Finnur heldur óvinsam-
lega grein í Árbókina 1924 um ritgerð Hannesar. Spannst
af henni nokkur ritdeila milli þeirra, og í snarpara lagi,
enda hvortveggja maðurinn kappsfullur og ekki gjarn á
að láta sinn hlut.
Eins og fyrr getur, fékk dr. Hannes fjárstyrk á þingi
1911 til þess að rita æfisögur lærðra manna eftir siða-
skipti. Frá því að hann gerðist starfsmaður við skjala-
safnið, mun hann hafa unnið að því starfi. Árið 1919 fékk
hann ríflegan utanfararstyrk (5000 kr.) til þess að fara
utan og rannsaka handritasöfn í Kaupmannahöfn í því
skyni, og dvaldist hann þar við þessar rannsóknir vetur-
inn 1919—1920. Mun dr. Hannes hafa látið eftir sig mik-
ið safn æfisagna þessara, og er ekki að efa, að þær muni
verða þeim mönnum, sem við þau fræði fást, hinn mesti
styrkur. Það skilyrði var sett fyrir styrknum árið 1915,
•uð safn þetta skyldi verða eign landsins að dr. Hannesi
iátnum, og gekk hann að því. Verður það því heimilt