Skírnir - 01.01.1935, Side 68
66
Dr. Hannes Þorsteinsson.
[Skírnir
fræðimönnum til afnota eftir þörfum, væntanlega á Lands-
bókasafni.
Auk þess, sem nú hefir verið talið, hefir dr. Hannes
ritað ýmislegt fyrirferðarminna í fræðigreinum sínum,
svo sem mörg eftirmæli, fróðlega grein um Galdra-Loft,
er íslenzkar þjóðsögur hafa frægastan gert, og margt
fleira, sem hér yrði of langt að telja.
Eins og kunnugt er, hafði sægur handrita og opin-
berra embættisbóka og skjala borizt til Kaupmannahafn-
ar frá íslandi, og geymzt þar í söfnum, einkum í Ríkis-
skjalasafni og safni Árna Magnússonar. Var vakið máls
á endurheimtu handrita úr safni Árna, þeim, er hann
hafði fengið héðan léð hjá íslenzkum embættismönnum
á sínum tíma. Samdi dr. Jón Þorkelsson skrá yfir þau
handrit og skjöl árið 1907, er hann taldi að skila ætti. En
ekki var því máli vel tekið af hálfu Dana. Lá það svo
niðri þar til eftir 1920. Þá var málinu aftur hreyft í Dansk-
íslenzkri ráðgjafarnefnd af íslenzku nefndarmönnunum
og að tilhlutan íslenzku stjórnarinnar, og var nú einnig
gerð krafa um afhendingu margra skjala og embættis-
bóka úr Ríkisskjalasafni. Var málinu nú betur tekið en
áður. Og árið 1925 var því svo langt komið, að okkur dr.
Hannesi var falið að rannsaka það, til hverra embættis-
bóka, skjala og handrita gera skyldi tilkall. Fórum við til
Kaupmannahafnar í þeim erindum síðla júnímánaðar 1925
og unnum saman að þeirri rannsókn, aðallega í Ríkis-
skjalasafni, nær tveggja mánaða tíma. Hélt Dansk-íslenzk
ráðgjafarnefnd það sumar fundi sína í Kaupmannahöfn,
og komst málið þá vel á veg. En veturinn eftir fór dr.
Hannes aftur utan, og var þá gengið frá málinu til fulln-
aðar. Var ánægja að vinna með dr. Hannesi að því máli,
og á hann góðan þátt í því, að það laukst svo vel, sem
raun er á orðin. Það mun hafa verið fyrir afskipti sín af
því máli, að dr. Hannes var sæmdur dönsku heiðursmerki,
kommandörkrossi dannebrogsmanna.
í sæmdarskyni fyrir fræðistörf sín gerði heimspeki-
deild háskóla íslands hann heiðursdoktor 23. des. 1925,