Skírnir - 01.01.1935, Side 69
Skírnir]
Dr. Hannes Þorsteinsson.
67
enda hefir hann ánafnað háskólanum nær helming eigna
sinna í arfleiðsluskrá sinni, og skal stofna sjóð af, er
verja skal í þágu íslenzkrar sögu og mannfræði.
Dr. Hannes gekk að eiga konu sína, frú Jarþrúði
Jónsdóttur, yfirdómsforseta Péturssonar, 18. des. 1889.
Andaðist hún 16. apríl 1924. Var hún gáfuð kona og góð.
Ekki varð þeim hjónum barna auðið. Eftir að dr. Hannes
seldi húseign sína við Austurstræti 3, keypti hann húsið
við Klapparstíg nr. 11. Þar bjó hann síðan og þar lézt
hann 10. apríl síðastliðinn eftir rúmlega þriggja mánaða
þunga legu. Tók hann sótt rétt eftir nýár og komst ekki
á fætur síðan. Var talið, að gallsteinar yllu sjúkleikanum
og ef til vill meinsemd 1 maga, en uppskurðar mun ekki
hafa þótt freistandi á svo aldurhnignum manni.
Dr. Hannes var með hærri mönnum á vöxt, saman-
rekinn um herðar og lítið eitt lotinn og hinn vörpulegasti
maður, karlmenni að burðum, eygður vel og svipurinn
fastúðlegur, dulur maður í skapi og heldur fár á mann-
inn í fyrstu kynningu, en skemmtilegur í kunningjahóp,
veitull og gestrisinn, óhlutdeilinn, en kappsamur og fast-
haldur á máli sínu, við hvern sem var að skipta, tryggur
maður og vinfastur, þar sem hann tók því, fjárgæzlumað-
ur í betra lagi og þó fédrengur góður, er því var að skipta,
starfsmaður mikill og afkastamaður, minnugur með eins-
dæmum. Mun og einmælt um það, að hann hafi engan átt
jafnoka sinn samtíðarmanna sinna í íslenzkri ættvísi og
mannfræði, enda hefir hann getið sér með störfum sínum
í þeim greinum þann orðstír, er ekki fyrnist, meðan nokk-
ur maður stundar þau fræði.
5*