Skírnir - 01.01.1935, Síða 70
Tækni og menning.
Eftir Guðm. Finnbogason.
í haust sem leið kom út í Lundúnum bók með þessu
nafni (Technics and Civilization). Hún er eftir ameriskan
höfund, Lewis Mumford að nafni. Um hann er sagt, að
hann sé „einn af skarpvitrustu yngri rýnöndum í Ameríku,
jafnkunnur sem greinahöfundur, menningarsögumaður og
skörungur fyrir húsgerðarlist“. En um þessa nýju bók
hans hefir því verið spáð, að hún mundi verða eitt af
þeim öflum, er móta menningu nútíðarinnar. Eg hefi því
ráðizt í að flytja lesöndum Skírnis meginþráð bókarinnar.
En það er ekki auðvelt, því að hún er um 500 bls. Hún er
rituð af frábærum lærdómi og víðsýni í allar áttir, full af
efni og frumlegum athugunum, lifandi og laðandi. Út-
dráttur verður því svipur hjá sjón. En ef það, sem á eftir
fer, vekur lesendur til íhugunar á þessu merkilega efni,
sem ekki kemur oss síður við en öðrum, eða það verður til
þess að þeir, sem það geta, lesa bókina sjálfa, þá er til-
gangi mínum náð. —
Meðal þeirra hluta, er mennirnir hafa
Verkfæn, velar, |un(jjg upp j-jj þegs ag hagnýta SÓr gæði
nytjavirki. , , , . .
natturunnar og gera ser lifvænt 1 heimm-
um, er fyrst að nefna verkfæri og vélar. Aðalmunur á
verkfæri og vél er sá, að leikni og af 1 verkamannsins kem-
ur meir til greina við verkfærið en vélina. Vélin hefir
sinn ákveðna hreyfingarhátt, hvaða afl sem knýr hana,
verkfærið hlýðir hreyfingum mannsins. Sama vél vinnur
venjulega eitt verk aðeins; með sama verkfæri má vinna