Skírnir - 01.01.1935, Side 72
70
Tækni og menning.
[Skirnir
áhrif út frá sér, því að um eitt skeið voru Benedikts-
munkaklaustur talin um 40000. Klukkuturnar voru reistir
og hinar nýju klukkur slógu á stundaskiftum svo að heyrð-
ist víðsvegar. Á 14. öld fengu þær vísa, er sýndu tímann.
Þar með var fenginn tímamælir, er dugði jafnt sumar sem
vetur, dag sem nótt og hvernig sem viðraði. JBorgarlífið
fékk reglu og ákveðinn gang. Menn fóru að gá að tíman-
um, skifta honum nákvæmlega, miða við hann og ekki
við eilífðina.
Klukkan og ekki eimvélin er frumvél hins nýja tíma
og ímynd annara véla. Engin vél hefir verið svo alstaðar-
nálæg. Og hún hefir verið forustuvélin, sú sem náði mestri
fullkomnun og mælir gang annara véla. Gerð hennar hefir
í ýmsum atriðum orðið fyrirmynd fjölda annara véla.
Hún hefir leyst tímann úr læðingi breytilegra atvika lífs-
ins og hjálpað til að skapa trúna á heim, er hlýðir stærð-
fræðilegum lögum, þann heim, er vísindin sérstaklega
fjalla um. Um 1345 varð almennt að skifta klukkustund
í 60 mínútur og mínútunni í 60 sekúndur. Og þessi tími,
sem klukkan markaði svo nákvæmlega, varð tíminn, sem
menn miðuðu við, en ekki tímaskyn einstaklingsins. Líf-
inu var hagað eftir forsögn klukkunnar. Menn átu ekki
lengur, þegar þeir voru orðnir svangir, eða háttuðu, þegar
þá tók að syfja, heldur eftir því hvað klukkan var. Tíma-
hugtakið fékk vald yfir lífinu, samstillti athafnir manna.
Þeir lærðu að „spara tímann“. „Tíminn var peningar",
og það reið á að vera stundvís. Og nú er svo komið, að
flestar mannlegar athafnir færu á ringulreið og rækjust á
og félagslífið út um þúfur, ef allar klukkur veraldar hyrfu
á svipstundu úr heiminum. Menn verða að vita, hvað
klukkan slær, til að lifa. Iðnríki nútímans kæmust betur
af án kola, járns og eims en án klukku.
Rúm og rúmshlutföll voru annað fyrir
Rum, fjarlægís, hUgarsjónum manna a miðöldum en nú
hreyfing. .
á tímum. Hlutföll rumsms voru taknræn.
í hverjum bæ bar kirkjuna hæst, hún gnæfði yfir önnur
hús og benti til himins, eins og kirkjuvaldið var öðru