Skírnir - 01.01.1935, Side 74
72
Tækni og menning.
[Skírnir
ar sýna ekki hvaða gildi þeir tákna, en öllu má snúa í
peninga og allt má fá fyrir peninga. Allt verður seljan-
legt og kaupanlegt. Auðurinn verður þannig vald. — Eitt
sérstakið styrkti annað. Tíminn var peningar; peningar
voru vald; valdið krafðist eflingar viðskifta og fram-
leiðslu; framleiðslunni var snúið frá brautum beinna nota
til viðskifta við fjarlæg lönd, að meiri ágóða, svo að
meira fé mætti verja í hernað, til að leggja undir sig
lönd, í námur og framleiðslutæki . .. meiri peninga, meira
vald. Af öllum tegundum auðsins eru peningar hið eina,
sem ekki eru nein takmörk sett. Þjóðhöfðingi, er vildí
reisa fimm hallir, mundi hika við að reisa fimm þúsund,
en hann gat reynt að þúsundfalda eignir sjóða sinna með
hernámi og sköttum. Þar sem peningar ráða, verður aukinn
framleiðsluhraði til að auka veltuna: meiri peningar. Öll
önnur gæði var erfitt að flytja. Peninga mátti flytja með
einföldum tölum í höfuðbók, það greiddi fyrir viðskift-
unum. Menn urðu voldugir að sama skapi sem þeir lærðu
að fara með sértök auðfræðinnar og reikna allt í tölum-
Og þessi sértök voru fyrr á ferðinni en sértök hinna nýju
vísinda og styrktu þau og aðferðir þeirra í hvívetna. En
auðvaldið ruddi og tækninni braut á annan hátt. Vélar og
vélaframleiðsla, svo sem fallbyssur og annar herbúnaður,
þurfti frá upphafi vega meira auðmagns en hinn forni
iðnaður með verkfærum sínum. Og þeir, sem réðu yfir
auðmagninu, gátu því náð verksmiðjum og vélum í þjón-
ustu sína og margfaldað auð sinn.
Þó að ætíð verði að greina skýrt milli auðvalds og
tækni, þá hefir hvort haft áhrif á annað. Kaupmaðurinn
safnaði auði með því að færa út kvíarnar, hraða veltunni
og leggja undir sig ný viðskiftasvæði; uppfyndingamaður-
inn með því að finna upp nýjar framleiðsluaðferðir og
nýja hluti að framleiða. Stundum var verzlunin keppinaut-
ur vélarinnar, með því að bjóða betri arð, stundum þránd-
ur í götu nýrra umbóta, til þess að græða á gömlu einka-
leyfi, og svo er stundum enn. Oft voru skærur milli þess-
ara tveggja aðila, en verzlunin var eldri og voldugri. Hún