Skírnir - 01.01.1935, Síða 75
Skírnir]
Tækni og menning.
73
flutti inn nýjar verzlunarvörur frá öðrum heimsálfum og-
hún fann nýjan markað fyrir draslið, sem stóriðnaður 18.
aldar framleiddi. í þjónustu hennar döfnuðu þau stór-
fyrirtæki og stjórnarhæfileikar og aðferðir, er megnuðu
að tengja alla þætti iðnaðarins og gera úr þeim heild.
Það er mjög efasamt, hvort vélar hefðu verið uppfundn-
ar eins ört og verið notaðar, ef auðvaldið hefði ekki ýtt
undir. En því fylgdi sá galli, að auðvaldið notaði vélarnar
í eiginhagsmunaskyni og ekki til almenningsheilla. Það
eyðilagði handiðnir með vélaframleiðslu, þó að hún væri
verri. Vegna ágóðans var oft lögð meiri áherzla á vélar
og skipulagningu en nauðsynlegt var til hagsbóta, og vél-
arnar hafa oft virzt vera og stundum verið til ills í þjóð-
félaginu, er ekki var hirt um líf manna og hag. Vél-
arnar hafa goldið synda auðvaldsins og hins vegar hefir
það fengið lofið fyrir dyggðir þeirra.
Auðvaldið herti á uppfyndingamönnum að gera nýjar
uppgötvanir og endurbætur, þó að það launaði þeim
stundum illa. Oft voru breytingarnar of hraðar, gerðu
tæknina óstöðuga, þjóðfélagið fekk ekki tíma til að
laga sig eftir nýjungunum. Því meira sem auðvaldið
hefir magnazt, því betur hafa annmarkar þess og hætt-
ur fyrir þjóðfélagið komið í ljós. Þó er ekkert nauðsyn-
legt samband milli auðvalds og tækni. Auðvald hefir
verið til í þjóðfélögum með tiltölulega lítilli tækni, og
tækninni fór stöðugt fram frá því á 10. öld og fram á
15. öld, án þess að auðvaldið ætti sérstakan þátt í því.
En stíll vélanna, t. d. stærð þeirra, hefir mjög verið háð-
ur auðvaldinu fram að þessu.
Mönnunum hefir lengi verið það tamt að
finna líkingu við lifandi verur í flestum
hlutum og hugsa sér, að andar byggju í
þeim. Einn mesti örðugleikinn á vegi tækninnar var það,
að menn reyndu að gera vélarnar sem líkastar lifandi
verum, í stað þess að semja þær eingöngu eftir starfinu,
sem þeim var ætlað að vinna. Það var mikill sigur, er
menn fyrir óralöngu fundu upp hjólið, því að hring-