Skírnir - 01.01.1935, Blaðsíða 76
74
Tækni og menning.
[Skírnir
hreyfing er fátíð í náttúrunnar ríki, svo að þar var ekki
fyrirmyndin. Tæknin þróaðist í andstöðu við hinn líf-
ræna skoðunarhátt og trúna á anda. Það greiddi nokk-
uð götuna, að skólaspekingarnir lögðu áherzlu á það, að
almáttugur guð hefði skapað lögbundinn heim, og þegar
kom fram á 18. öld, hugsuðu menn sér guð helzt sem
hinn eilífa úrsmið, er skapað hefði í öndverðu heimsins
mikla sigurverk, dregið það upp, og látið það síðan
ganga til heimslita.
Vísindi og tækni gefa ekki gaum að einstaklings-
eðlinu. Þau eru ópersónuleg. Það kom vel heim við
klausturlifnaðinn. Þar gengur einstaklingurinn upp í
reglunni. Klaustrin líktust og vélunum í því, að viðhald
þeirra varð að koma utan að. Og þau voru, að nunnu-
klaustrum undanteknum, karlfélög og lögðu áherzlu á
uð temja viljaþrótt og karlmennsku, líkt og herinn, enda
komu þaðan oft herforingjar, og einn, sem stofnaði
munkareglu, hafði sjálfur verið hermaður. Og munkar
voru oft vísindamenn og uppfyndingamenn. Reglan í
klaustrunum ruddi vélunum braut. Virðingarleysið þar
fyrir líkamanum gerði það líka. Vélarnar náðu síðast
völdum í landbúnaðinum, er starfar að því að varð-
veita og glæða líf, en fyrst þar sem verst var farið með
líkamann: í klaustrunum, námunum og hernum.
....... hefir átt sinn þátt í þróun tækninnar.
Torratrum . „
Engmn getur bent a, hvar töfrar urou
að vísindum, reynslutrú að skipulegum tilraunum, gull-
gerðarlist að efnafræði, stjörnutrú að stjörnufræði. —
En menn fundu rannsóknartæki fyrr en rétta aðferð til
að b.eita þeim; og þó að gull kæmi ekki úr blýi í tilraun-
um gullgerðarmanna, þá kom annað, sem meira var um
vert: deiglan, ofninn og eimingarglasið, leiknin að fara
á ýmsan hátt með efnin: mylja, mala, hita, eima, leysa
upp. Menn lærðu að gera tilraunir og trúa augum sjálfra
sín fremur en bókstafnum. í stuttu máli: töfratrúin sneri
huga manna að umheiminum, benti á nauðsynina að fást