Skírnir - 01.01.1935, Side 77
Skírnir]
Tækni og menning.
75
við hann, hjálpaði til að finna tæki til þess og skerpti
athyglina á árangrinum.
. , Hugvit og tilraunir sköpuðu vélar, en
okipulag. . .
skipulagið undirbjó jarðveginn fyrir þær.
Löngu áður en vestrænar þjóðir hölluðust á sveif með
vélunum, höfðu leiðtogar mannanna Jært að gera þá að
vélum, tamið þá við reglu og aga. Þrælarnir og bænd-
urnir, er drógu grjótið að pyramídunum, þrælarnir á
rómversku galeiðunum, gangur og regla makedonsku
breiðfylkingarinnar voru vélræn fyrirbrigði. Þegar vél-
um fjölgaði, mylnum, byssum, klukkum og sjálfgengum
vélum, er voru sem lifandi, hafði það áhrif á skoðun
manna á því, sem lífrænt var. Descartes skýrði störf lík-
amans frá vélrænu sjónarmiði. Á 17. öld var hinn reglu-
bundni háttur æfingameistarans, bókhaldarans, her-
mannsins og skriffinnsins í miklum metum. Lífið varð
«ftir fastri reglu, hverri stund varið til síns hlutverks, og
talið höfuðsynd að eyða tímanum. Robinson Crusoe varð
fyrirmynd barna og fullorðinna. Sparsemi, forsjálni,
hagsýni og hugvit voru þá megindyggðir. Mótmælenda-
trúin tók undir þetta. Samkvæmt henni átti raunar hver
að sjá um sig, svo á jörðu sem á himni. Og á 18. öldinni
fann loks Benjamín Franklin upp bókhald fyrir sið-
gæðið! Aðalmarkmiðið varð það, að fá vald yfir um-
hverfinu. Þessi valdafýsn losnaði úr læðingi í lok mið-
alda, eins og oft verður á upplausnartímum. Hún mun
og hafa glæðzt af vanmetaugg, sem kom af því, hve
hilið var orðið mikið milli hugsjóna kristindómsins og
lífsins eins og það var. Menn reyndu að hrista af sér
þennan ugg með því að hrifsa undir sig völd. Trúin var
dauð. Vélatrúin kom í hennar stað. Vélin varð hinn nýi
Messías.
Á 17. öld varð heimsmyndin vélræn og
VHefmu8Ur var Þangað til um 1860, er líffræð-
in fór líka að verða nauðsynlegur grund-
völlur tækninnar. Var þá aðeins miðað við þá eiginleika
hlutanna, sem hægt var að vega, mæla eða telja, þau