Skírnir - 01.01.1935, Síða 79
Skírnir]
Tækni og menning.
77
komið, hvort námumaðurinn rekst á auðuga æð eða
ekki. — Fram á 15. öld hafði tæknin tekið minni fram-
förum í námum en í flestum öðrum efnum, og starfið var
talið hið óvirðulegasta og varla hæft öðrum en þrælum,
herteknum mönnum eða glæpamönnum. Það var haft
fyrir refsingu, og því ekki hirt um að bæta kjörin eða
vinnubrögðin. Verkið var óþrifalegt, erfitt, ömurlegc og
hættulegt, einkum þangað til öryggislampinn var upp
fundinn, og allt af gat námumaðurinn átt von á því aö
verða grafinn lifandi í iðrum jarðar. Enn í dag er talið,
að fjórfalt fleiri farist af slysum í námum en í öðrum
atvinnugreinum. Málmgrjót er illt að vinna. Þar þarf
sama harðfylgi og í stríði. í námunni er allt ólífrænt,
dautt og draugalegt, ekkert, sem hressir hugann. Nám-
an er ömurleg ímynd þess efnisheims, er eðlisfræðingar
17. aldar höfðu í huga. Slíkt umhverfi hefir sín áhrif á
verkamanninn, enda hafa námumenn jafnan verið
kenndir við hrottaskap. En umhverfi námanna sjálfra
verður og rústir og auðn. Skógar eru höggnir, til að fá
timbur til námanna, dýralíf og fuglalíf hverfur, grasið
sviðnar, ár og lækir saurgast og eitrast, fiskar flýja.
Námuiðnaður var nátengdari þróun hins
Namur og hiS ý- auðvalds en nokkur annar. Á 14.
öld tóku frjálsir menn að stunda namu-
gröft í Þýzkalandi, og voru það oft gjaldþrotamenn, er
þekkt höfðu betri daga. En við tilkomu þeirra fór námu-
tækninni óðum fram og varð Þýzkaland þar forgöngu-
land. Námumennirnir höfðu með sér hlutafélag. En er
námurnar dýpkuðu og færðu út kvíarnar, og margvís-
legar vélar þurfti til að dæla vatni, hefja málmgrjót og
loftræsa námurnar, og vatnsafl til að blása belgi
bræðsluofna, þurfti meira fjármagn en verkamenn réðu
yfír. Þar með varð að taka menn í félögin, er lögðu
fnam fé en ekki vinnu, og loks réðu peningamennirnir
öllu og gerðu hina að daglaunamönnum sínum. Gróða-
brallið náði þegar á 15. öld námunum á sitt vald, og
siðan hafa námumenn allt af átt í vök að verjast. En