Skírnir - 01.01.1935, Side 80
78
Tækni og menning.
[Skirnir
námurnar urðu .einn af hyrningarsteinum auðvaldsins,
og í því átti hernaðurinn þátt. Þróun stórskotaliðsins
hafði í för með sér meiri notkun járns en áður. Þar með
óx námugröftur. Til þess að halda her, urðu þjóðhöfð-
ingjar að taka lán hjá peningamönnum. Þeir fengu aft-
ur námur konunganna að veði. Rekstur námanna gaf
góðan arð. Til að greiða skuldirnar urðu konungarnir
að reyna að leggja undir sig ný lönd eða hafa arð af
þ.eim. Hernaður, vélagerð, námur og auðmagn léku
þannig saman. NámugröftuTinn var aðaluppsprettan,
þaðan kom aflið til hertækjanna og gullið í sjóðinn, er
aftur studdi að vopnasmíð og auðgaði peningamennina.
Óvissan, sem fylgir bæði hernaði og námugrefti, glæddi
fjárbrallið. Það er ekki ólíklegt, að hugarstefna námu-
mannsins hafi á enn annan hátt átt þátt í þróun auð-
valdsins. Það var með þeirri hugmynd, að gildi hlutar
færi eftir því, hv.e mikið erfiði það kostaði að afla hans
og hve fágætur hann væri: þetta voru aðalatriðin, þegar
kostnaðurinn var reiknaður. Fágæti gulls og gimsteina,
erfiðið sem þurfti til að ná járninu upp úr námunni og
koma því í mylnuna — var löngum mælikvarðinn á verð-
mætið frá sjónarmiði þessarar menningar. En hið sanna
gildi á ekki rót sína í fágæti eða mannafli. Það er ekki
fágæti loftsins, er g.efur því mátt til að viðhalda lífinu,
það er ekki vinna manns, er gefur mjólk eða ávöxtum
næringargildi. í samanburði við efnaverkan sólargeisl-
anna er hlutdeild mannsins lítil. Hið sanna gildi er fólg-
ið í mættinum til að auðga lífið: glerperla getur verið
meira virði en gimsteinn, óbreytt furuborð fegra en
vendilega útskorið, glóaldinsafi dýrmætari á langri sjó-
ferð en hundrað pund af kjöti án hans. Gildið er beint
fólgið í lífstarfinu: ekki í upprunanum, fágætinu eða í
verkinu, sem mennirnir hafa innt af höndum. Hugmynd
námumannsins um gildi var eins og fjármálamannsins
að jafnaði sértæk og miðuð við mældina. Skyldi það
koma af því, að í hverju öðru upprunalegu umhverfi
mannsins er .eitthvað ætt, eitthvað, sem beint má nota