Skírnir - 01.01.1935, Síða 82
80
Tækni og menning.
[Skírnir
vopn, og í vopnagerð hefir framförin verið jafnari en
í nokkurri annari grein. En jafnframt hefir herinn sjálf-
ur orðið fullkomnari og fullkomnari vél, þar sem ein-
staklingurinn verður að hlýða blint hverri skipun frá
yfirmanni sínum, er ekkert annað en hjól í vélinni. Her-
aginn hefir síðan á seytjándu öld orðið til að greiða
götu stóriðnaðarins, því að lífið í verksmiðjunum var þó
naumast eins vélgengt og í hernum, en raunar hefir sami
andinn ráðið á báðum stöðum, svo að þegar sagt er, að
stríðið mikla hafi verið stórfelt iðnfyrirtæki, þá mætti
segja, að iðnaður nútímans væri stórfelt hernaðarfyrir-
tæki.
Þróun herbúnaðar hefir ekki aðeins tekið tækni og
vísindi hvers tíma í þjónustu sína, heldur og óbeinlínis
haft áhrif á þróun iðnaðarins. Þ.egar fallbyssur voru
upp fundnar, þurfti meira járn en áður bæði í byssur og
kúlur. Jafnframt varð að stækka verksmiðjurnar. Þegar
skógar hrukku ekki lengur til smíðakolagerðar, voru
steinkolin reynd, og þau urðu síðan undirstaða bæði her-
valds og iðnaðar. Og sumar uppgötvanir, sem gerðar
voru í þjónustu hernaðarins, hafa verið undirrót ann-
ara, sem gagnlegar eru til friðsamlegra starfa. Her-
verkfræðingar hafa átt sinn þátt í þróun tækninnar, og
skipulag og verkaskifting hersins hefir orðið fyrirmynd
stóriðnaðarins. Má því svo að orði kveða, að herinn sé
sú fyrirmynd, er allur vélgengur iðnaður stefni að.
Vopnasmiðjur urðu þegar á 17. öld ein-
SíonSnaSiir ul jlverjar stærstu vei'ksmiðjur. Þar komst
hernaoarþarf a. r ,
a nakvæm verkaskiftmg. Þegar herir
uxu, varð herbúnaðurinn kröfuharðari en áður, og til
þess að gera vopnin sem fullkomnust, varð að lagfesta
þau sem mest. Með skipulagningu verksmiðjanna kom
því lagfesta (standardization) í stærri stíl en áður hafði
þekkzt. Lagfesta véla og samhæfing vélahluta komst
fyrst á í vopnagerð, og framfarir í stáliðnaði komu það-
an. En undirbúningur hermannanna sjálfra, úrval þeirra
og æfingar var og eins konar stóriðnaður. Og það kom