Skírnir - 01.01.1935, Qupperneq 83
Skírnir]
Tækni og menning.
81
fram í einkennisbúningi hermannanna. Hver hermaður
varð að hafa sömu klæði, sömu húfu, sama útbúnað og
allir aðrir í herdeild hans; æfingarnar tömdu hermenn-
ina, svo að þeir urðu samtaka eins og einn maður, her-
aginn kenndi þeim að bregða við eins og einn maður, og
vegna búningsins litu þeir út eins og einn maður.
Það var ekkert smáræði fyrir iðnaðinn að klæða
t. d. 100,000 manna her Loðvíks 14., og það var fyrsta
dæmið um það að framleiða fullkomlega lagfasta vöru,
þar sem ekkert tillit var tekið til smekks eða þarfa ein-
staklingsins, nema um líkamsstærðina.
Herinn er fyrir stóriðnaðinn fyrirtaks neytandi, því
■að hann þarf alls með, en framleiðir ekkert sjálfur,
eyðir eingöngu, og eyðileggur í stórum stíl á stríðstíma.
Helzta hamlan á ágóða stóriðnaðarins er, að því, sem
hann framleiðir, verði ekki samstundis komið í lóg, svo
•að selja megi nýtt í staðinn. Úr þessu er bætt á svip-
stundu, þegar stríð kemur. Því meira, sem það eyðilegg-
ur, því meira þarf að framleiða og selja! Herinn og vél-
in eru samherjar!
w ij-* Hervaldið hefir á öllum öldum spillt líf-
inu. Það er vottur um mikinn vanmátt
félagslífsins, að beita líkamlegu valdi til að stjórna
mönnum, í stað skynsemi og þolinmóðrar samvinnu. Við-
leitni menningarinnar er að gera lífið auðugt og fjöl-
breytt, hervaldið reynir að gera alla eins og sníða burt
nllt, sem það í fávizku sinni skilur ekki né kann að nota.
Það skapar kúgun og uppreisn á víxl. Það eru undan-
tekningar, að herforingjar hafi verið afburðamenn í
andlegum efnum, og oft hafa þeir hafnað því, sem mátti
verða hernaðinum sjálfum til bóta. Það var ógæfa fyrir
mannfélagið, að hervaldið en ekki iðnfélögin hafði for-
ustuna við vélina.
ÖH framleiíSsIu
°g eyíSslu.
Vér höfum nú séð, af hvaða rótum vél-
tæknin er runnin. Vélar eru til þess að
auka framleiðsluna, en til framleiðslunn-
ur verður að svara eyðsla, og hvers vegna hefir fram-
6