Skírnir - 01.01.1935, Page 84
82
Tækni og menning.
[Skírnir
leiðslan vaxið svo ört og langt fram yfir það að íull-
nægja þeim kröfum, er menn áður gerðu? Á miðöldum
létu menn sér nægja að lifa hver eftir þeim kröfum, er
gerðar voru í hverjum stað og stétt, en hugsuðu ekki um
að afla fjár til að hefjast upp úr sinni stétt. Eyðslulífið
við hirðirnar og í höfuðstöðunum átti meginþáttinn í því
að skapa þá hugsjón og löngun að „lifa eins og kóngur“.
Þegar stéttatakmörkin hrundu og einstaklingsfrelsið óx,
breiddist eyðslulöngunin út um allt þjóðfélagið. Hug-
sjónin að verða auðugur og voldugur kom í staðinn fyrir
að v.era helgur maður eða góður maður. Höllin kom fyrir
himnaríki. Það þurfti ekki annað en verða duglegur að
afla fjár til að höndla himnaríki á jörðu. „Vörur nutu
nú virðingar og þóttu æskilegar, án tillits til þeirra lífs-
þarfa, sem þær fullnægðu; það mátti hrúga þeim upp í
höllum og skemmum; þegar ofmikið varð af þeim, mátti
breyta þeim í bili í léttari mynd, í peninga, víxla eða lán.
Það varð heilög skylda að forðast fátæktina. Iðjuleysi
var í eðli sínu synd. Nú þótti ekki lengur virðulegt að
eiga engan þátt í framleiðslunni, stunda enga sérstaka
iðn og afla ekki fjár; aðallinn sjálfur, er nú þurfti meira
í munað og þjónustu en áður, mætti kaupsýslumönnum
og iðnaðarmönnum á miðri leið, kvæntist inn í ættir
þeirra og bauð nýja menn velkomna í hið blessaða ríki
auðæfanna. Heimspekingar brutu heilann um eðli hins
góða, sanna og fagra, en nú var athyglin á dreif og
augun á reiki. Gat nokkur efi leikið á því? Þau voru
í eðli sínu allt það, sem fólst í áþreifanlegum hlutum,
sem hægt var að selja með hagnaði; allt, sem gerði lífið
auðveldara, þægilegra, öruggara, notalegra fyrir lík-
amann; í stuttu máli, allt, sem gerði umbúðirnar betri.
„Loks var kenning hins nýja tíma, er fyrst var mið-
uð við fjárgróðann, heimfærð til mannfélagsins af not-
hyggjumönnum 19. aldar. Hamingja var hið sanna mark-
mið mannanna. og hún var fólgin í því, að sem flestir
fengju sem mest gæði. Aðalatriði hamingjunnar var að
forðast kvöl og leita nautnar. Mæld hamingjunnar og