Skírnir - 01.01.1935, Page 85
Skírnir]
Tækni og menning.
83
ÞróunarskeiS
tækninnar.
loks fullkomnun mannlegra stofnana mátti nokkurn veg-
inn reikna eftir því, hve mikið af vörum þjóðfélag gat
framleitt: aukningu þarfanna, aukningu markaða, aukn-
ingu fyrirtækja, auknum fjölda neytenda.
„Hinni almennu lífsskoðun nothyggjumannanna
sást algerlega yfir hin einföldu sannindi, að lífið getur
verið innfjálgast og merkilegast á kvala- og angistar-
stundum sínum, að það getur verið daufast á bragðið,
þegar maginn er fullur, að þegar einu sinni er séð fyrir
aðallífsnauðsynjunum, þá verður ekki unnt að reikna
út afl og unað og jafnvægi lífsins í neinu hlutfalli við
vörumagn eða orkuneyzlu, í stuttu máli — sást yfir al-
genga reynslu elskandans, æfintýramannsins, foreldr-
anna, listamannsins, heimspekingsins, hvers manns, er
starfar af öllum hug“.
Mumford skiftir þróunarsögu tækninnar
í þrjú skeið. 1) frumtækni: þá er aðal-
aflið og efnið vatn og tré; 2) forntækni:
kol og járn; 3) nýtækni: rafmagn og blendingsmálmar.
Menningin er ávallt eins konar kerfi, sem mótast mjög
af því, hvaða afl og efni er mest notað, og hver þáttur
menningarinnar ber að nokkru leyti merki hinna ann-
ara þátta. Tökum t. d. pennann. Fjaðrapenninn heyrir
frumtækninni til. Hann er gerður af skrifaranum sjálf-
um úr heimafengnu efni; hann er ekki fullkominn, en
hver skrifari getur lagað hann eftir sinni skrift. Stál-
penninn einkennir forntæknina. Hann er ódýr, einfald-
ur, en ekki haldgóður og ekki hægt að laga hann eftir
bví sem hver vill, nema með því að gera nokkrar Jag-
fastar tegundir til að velja um. Hann er afkvæmi kola-
°g stáliðnaðarins. Og loks er sjálfblekungurinn afkvæmi
uýtækninnar, gerður úr mörgum efnum, sjálfvirkur og
haldgóður.
Skeið frumtækninnar telur Mumford frá því um
1000 og fram til 1750. Á þeim tíma færðu menn sér í
uyt margvísleg drög til uppgötvana, er gerðar höfðu
verið af ýmsum þjóðum víðsvegar um heim, og upp-
6*