Skírnir - 01.01.1935, Page 86
84
Tækni og menning.
[Skírnir
fyndingum og hagnýtingu þeirra fjölgaði æ meir. Flest
meginatriði véltækninnar á næsta tímabili voru þegar
fyrir hendi. Þetta tæknikerfi náði hámarki sínu á 17.
öld. Þá voru náttúruvísindi, er studdust við tilraunir,
hafin, en grundvöllurinn var stærðfræði, hagleikur og
nákvæmar mælingar tíma og rúms.
Þetta tímabil var að menningu eitt hið glæsilegasta
í sögunni, þó að mislitt væri í stjórnmálum. Því að auk
framfaranna í tækni voru borgir reistar, lönd ræktuð,
stórhýsi gerð og myndir málaðar af svo mikilli list og
prýði, að hin andlega menning stóð í engu að baki verk-
legri menningu.
Hér er því miður ekki rúm til að rekja sögu þessara
þriggja tímabila tækninnar í einstökum atriðum, með
kostum þeirra og göllum, sem höf. gerir glögga grein
fyrir; verður að nægja að drepa á helztu einkennin.
„Þær breytingar, er urðu á tækninni á forntækni-
tímabilinu, má flestar rekja til einnar rótar: aukinnar
orku. Stærð, hraða, fjölda, margföldun véla leiddi allt
af nýrri aðferð til að nota eldsneytið og auknum forða
eldneytisins sjálfs. Aflið var nú loks orðið óháð dutl-
ungum veðursins, breytilegu regni og stormi eða þeim
orkuforða, er menn og dýr fá með næringunni.
„En aflið stendur í sambandi við annan þátt vinn-
unnar, sem sé tímann. Á forntækniskeiðinu var aflinu
fyrst og fremst beint að því að stytta tímann, sem þurfti
til hvers verksins. Mikið af þeim tíma, sem sparaðist
þannig, fór raunar forgörðum vegna óreglu á framleiðsl-
unni, vinnustöðvunar, sem leiddi af ófullkomnu félags-
skipulagi, og atvinnuleysi. Eimvélin og það, sem henni
heyrði, vann stórvirki; en tjónið, sem því fylgdi, var líka
stórkostlegt. Ef miðað er við sannan árangur verksins,
það af því, sem fullnægði beint lífsþörfum mann-
anna eða skapaði varanleg verk lista og tækni, þá
er árangurinn sorglega lítill. önnur menningartíma-
bil hafa með minni orkueyðslu og lengri tíma jafnazt