Skírnir - 01.01.1935, Side 87
Skírnir]
Tækni og menning.
85
við forntæknitímabilið eða skarað fram úr því í sönn-
um árangri".--------
„En merkilegasti þáttur forntækninnar var ekki
það, sem hún framleiddi, heldur það, sem hún leiddi til:
hún var leið frá frumtækninni til nýtækninnar, full af
annríki, troðningi og drasli. Stofnanir hafa ekki aðeins
bein áhrif á mannlífið; þær hafa líka áhrif á það með
þeirri andspyrnu, ,er þær vekja. Þó að forntæknin, þegar
htið á líf manna, væri ferlegt millispil, þá hjálp-
aði hún einmitt með glundroða sínum til að efla leit-
ina eftir skipulagi, og hinn sérstaklegi hrottaskapur
hennar varð til þess að skýra markmið mannlífsins“.
Það einkennir nýtæknina fyrst og fremst,
Nýtækmn ag samband verður milli vísinda og
og vismdin. . . . .
tækni. Sogu eimvelannnar, jarnbrauta,
vefnaðarvéla og járnskipa mætti rita án þess að víkja
nema lítið eitt að vísindum samtíðarinnar, því að þessar
uPPfyndingar voru gerðar að miklu leyti af starfsmönn-
um í námum, verksmiðjum og vélsmiðjum, er þreifuðu
sig áfram með tilraunum og hugviti sínu. En nú tóku
menn að beita þeim aðferðum, er þróazt höfðu í stærð-
fræði og eðlisfræði, við rannsókn lifandi líkama og fé-
lagslífsins, og þó að þær ættu ekki að öllu leyti við, bar
það mikinn árangur. Lífeðlisfræðin var fyrir 19. öldina
það sem aflfræðin var fyrir 17. öldina. í stað þess að
líta á hið lífræna frá sjónarmiði vélarinnar, fóru menn
nú að líta á hið vélræna frá sjónarmiði hins lífræna.
Þar sem mest bar á námunni í forntækninni, voru það
nú víngarðurinn, búgarðurinn og lífeðlisrannsóknarstof-
an, er stýrðu mörgum þeim rannsóknum og gerðu marg-
ar þær uppfyndingar, er mest var um vert í nýtækninni.
í nýtækninni eru uppfyndingar afleiðing af upp-
götvunum vísindamanna. Þeir finna náttúrulögmál, sem
voru áður ókunn, og hugvitsmennirnir gera þessi lögmál
að grundvelli nýrra uppfyndinga. Nýtt efni er uppgötv-
að. Þá er að finna, til hvers má nota það. Eða það þarf
að gera einhver ný tæki eða nytjavirki. Þá er að finna