Skírnir - 01.01.1935, Page 88
86
Tækni og menning.
[Skírnir
hvaða náttúrulögmálum verður að fara eftir til þess að
búa þau til. Og þó að þarfir framkvæmdalífsins hafi
löngum hvatt vísindamennina til rannsóknar, þá hefir
skilningsþráin sjálf verið nóg til að knýja þá til starfa,
og með þeim hætti hefir sjóður þekkingarinnar orðið æ
stærri og verið til taks, þegar þarfir lífsins kölluðu að.
Margir mestu vísindamenn hafa gert uppgötvanir sínar
af ást á viðfangsefninu sjálfu, án þess að hugsa um, að
hvaða notum þær kæmu, og það, sem þeir fundu, verður
áður en varir hyrningarsteinn nýrra framkvæmda. Verk-
fræðingar uðu milliliðir milli vísindamanna og fram-
kvæmdarmanna.
Rafmagníís Aðaleinkenni nýtækninnar er rafmagns-
notkunin. í forntækninni voru kolanám-
urnar eina aflsuppspretta iðnaðarins. En rafmagn má
framleiða með margskonar afli, kolum, vatnsafli, sævar-
föllum, sólargeislum, vindmylnum í sambandi við raf-
geyma. Og rafmagni má veita langar leiðir yfir fjöll og
firnindi, sem ókleift væri að leggja vegi og flytja kol
um. Þegar rafmagnsveita er komin, er viðhaldskostn-
aður tiltölulega Jítill. Rafmagn má hagnýta margvís-
lega: til að hreyfa vélar, til ljósa, hita og margs annars.
Það má jafnt nota til smárra fyrirtækja sem stórra, og
verksmiðjur þurfa ekki lengur að vera nálægt upp-
sprettu aflsins, þar sem má veita því langar leiðir. Það
má dreifa þeim um landið eftir því sem bezt hagar á
hverjum stað um kaup og sölu. Öll tilhögun verksmiðj-
anna verður auðveldari og fullkomnari. Yfirstjórn sama
fyrirtækis getur haft undir sér vinnustöðvar á mörgum
stöðum. Smáiðnaður og heimilisiðnaður getur keppt við
stóriðnaðinn. Með rafmagninu fæst fullkomnast sjálf-
gengi. Maðurinn er þar til að stjórna og líta eftir, en
ekki til þess að beita afli sínu við vinnuna. Hann þarf að
vera vakandi og þekkja vélarnar í krók og kring. Sjálf-
virkar vélar spara geysilega vinnukraft. Með sjálfvirk-
um talsíma fækkar simafóllíi um 80 %.
Jafnhliða framförunum í notkun rafmagns hef.ir efna-