Skírnir - 01.01.1935, Side 89
Skírnir]
Tækni og menning.
87
fræðinni fleygt fram. Vísindin hafa þar meir og meir
orðið grundvöllur iðnaðarins, framleiðslan orðið meira
og meira sjálfgeng, lærðum efnafræðingum við starfið
fjölgað og ólærðum verkamönnum fækkað.
, . Með nýtækninni hafa fjölmörg ný efni
Ny efni.
verið tekin til notkunar. Notkun álms
(aluminium) og léttra málmblendinga hefir farið sívax-
andi. Sömuleiðis gúms. Sum af þessum nýju efnum eru
fágæt, svo að fara verður sparlega með þau, og það
leiðir aftur af sér meiri nýtni í öðrum efnum en áður.
Þessi efni, sem eru grundvöllur nýtækninnar, fást stund-
um aðeins hvert á sínum stað víðsvegar um hnöttinn, svo
•að hann verður að vera samstarfandi heild til þess að
nýtæknin geti þrifizt.
_ ,. Skipum, vögnum, bílum og flugvélum
p a vf fplf in
fleygði fram með endurbótum véla og
hreyfla. En þar hefir meira verið hugsað um farartækið
sjálft, en um afleiðingar þess fyrir þjóðfélagið, meira
um að auka hraða bíla og fjölga þeim, heldur en hitt,
hvernig þeir áttu við vegi og borgargötur, sem ekki voru
gerðar með tilliti til þeirra, og þó er bíll, sem getur far-
ið 100 km. á klst., engu betri en bíll með hálfu minni
hraða á þeim vegi, sem ekki leyfir hraðari ferð; og af
því að borgagerð og bílaumferð var ekki frá upphafi
miðað hvort við annað, hefir meðal annars leitt hin tíðu
bílslys. I Bandaríkjunum t. d. láta árlega 30,000 manns
lífið af þeim, auk allra þeirra, er meiðast. Bílar og flug-
vélar hafa gert mönnum fært að komast yfir svæði, er
önnur flutningatæki nægðu ekki til. En þau hafa þó
fremur orðið til þess að safna mönnum enn meira en
áður í offullar borgir, í stað þess að dreifa þeim þaðan
út um löndin.
. „ „ manna voru upphaflega bundin við það,
Andleg viíSskifti . • i * i
að þeir væru saman, sæju og heyrðu hver
til annars. Með dráttlist og leturgerð fundu þeir ráð til
slíkra viðskifta milli fjarstaddra manna. Það hafði í för
með sér bil milli ávarps og andsvars og þar með tíma til