Skírnir - 01.01.1935, Qupperneq 90
88
Tækni og menning.
[Skírnir
umhugsunar. Með ritsíma, talsíma, þráðlausu sambandi
og loks fjarsjánni yfirvinna menn fjarlægðina, svo að
loks verður sá einn munur á að tala við viðstaddan mann
og fjarstaddan, að ekki er unnt að þreifa á þeim, sem
fjarri er, eins og hinum. Hver verður afleiðingin? Sú,.
að samböndunum fjölgar, fleira kallar að og fljótara
verður að svara. En þá er hætt við, að svarið verði að
sama skapi ver hugsað, sem fleira kallar að og fljótar
verður að bregða við. Það er svona með símann. Hver
s.em vill getur hringt mann upp. Enginn friður. Hver er
á valdi annars. Eins er um útvarpið. Menn hætta að
leika sjálfir á hljóðfæri og hlusta á annara list, þó að
hún með engu móti geti komið í stað þess að iðka tón-
list sjálfur. Hér er hættan, að persónuleikinn kafni í
öllum þessum samböndum. Með útvarpinu margfaldast.
áhrif einstakra manna stórkostlega, svo að þau geta á
svipstundu náð svo langt, sem sama tunga er töluð eða
skilzt. Þetta kemur ekki sízt fram í áhrifum stjórnmála-
leiðtoga nú á tímum, er taka útvarpið í þjónustu sína.
En hvort slíkt margföldunartæki verður til góðs eða
ills, fer eftir því hvað margfaldað er. Hættan er augljós-
ekki síður en kostirnir.
.. Það er skilyrði menningarinnar, að for-
Nyjar myndir.
tíðm geymist í einhverri mynd. Við þau
tæki, er áður stuðluðu að því, hefir nýtæknin bætt ljós-
myndum (líka með litum), kvikmyndum og hljóðrita.
Ljósmyndin er ekki að.eins tæki til að geyma hið hverf-
ula augnablik, heldur og óháð vitni, sem nær því, er
mannsaugað getur ekki greint. Kvikmyndin sýnir hreyf-
inguna, verðandina; hún getur sýnt, hvernig grasið grær
og látið stökkið fara í hægðum sínum, og hún er allt af
jafnskýr, en athyglin hvikar. Eins og spegillinn á tím-
um frumtækninnar varð til þess að menn gáfu sjálfum
sér meiri gaum en áður og tóku að mála myndir af sér
og skrifuðu æfisögur, er lýstu sálarástandinu, eins urðu
nú ljósmyndir og kvikmyndir til þess, að menn settu siff
í stellingar, tóku á sig leikaragervið, þegar þeir vissu,