Skírnir - 01.01.1935, Qupperneq 91
Skírnir]
Tækni og menning.
89
Ljósið og lífitS.
ViíShald í sta'S
eySileggingar.
að auga ljósmyndavélarinnar gat á hverri stundu beinzt
að þeim. Menn urðu úthverfir. Hljóðritinn geymir rödd-
ina. Þannig má nú í tiltölulega litlu rúmi geyma mynd,
rödd og hreyfingar fortíðarinnar. Enn er mikið ólært í
því að nota þessi dýrmætu tæki með vizku. En „ef vér
höfum apazt af þessum uppfyndingum hingað til, þá
er það af því, að vér erum apar enn þá“.
Ljós- og litarannsóknir hafa verið einn
þáttur nýtækninnar. Menn hafa lært að
meta ljósið sem heilsugjafa og orðið sóldýrkendur á ný.
Hreinlæti, nýtni og nákvæmni eru einkunn nýtækninnar.
Og menn hafa lært, að betra er að byrgja brunninn áður
en barnið er dottið ofan í, betra að fyrirbyggja sjúk-
dóma með hollu umhverfi og heilbrigðum lifnaðarhátt-
um en að lækna þá eftir á.
Forntæknin hafði í frammi rányrkju á
öllum sviðum, sóaði frumgæðum lands
og sjávar, hirti ekkert um nýtni, og ætl-
aði allt að kæfa í reykjarsvælu og úrgangsrusli. Ný-
tæknin snýst að því að varðveita náttúrugæðin, græða
upp aftur það, sem lagt var í auðn, og gera umhverfið
aftur hreinna og heilnæmara. Náttúrufræðin hefir
sannað mönnum það, að lífið í náttúrunni er kerfi, þar
sem landslag, loftslag, jarðvegur, jurtir, dýr, frumdýr
og gerlar starfa þannig saman, að samræmi verður milli
umhverfisins og lífveranna. Þegar þessu jafnvægi er
raskað, þegar t. d. skógur er höggvinn niður eða ný
trjátegund eða skordýr flutt inn, getur það haft ófyrir-
sjáanlegar afleiðingar. Menn verða að þekkja lög nátt-
úrunnar nákvæmlega, til að geta verið í heilbrigðu sam-
starfi við hana. Oft eru margir vegir til að ná sama
marki. Þurfi t. d. að bæta jarðveginn, getur ef til vill
rafmagnsfræðin veitt ,eina úrlausn, efnafræðin aðra,
gerlafræðin þá þriðju og plöntulífeðlisfræðin þá fjórðu.
Með nægri þekkingu má nú rækta margt á þeim stöð-
um, sem menn áður héldu, að ekki væru til þess fallnir,
og þannig spara óþarfa flutninga landa og álfa á milli.