Skírnir - 01.01.1935, Síða 92
90
Tækni og menning.
[Skírnir
TakmörkutS
mannf jölgun.
VélgengiíS.
Einkenni forntækninnar var stjórnlaus
framleiðsla og stjórnlaus mannfjölgun:
vélafóður og fallbyssufóður. Nú vilja
menn ráðsetja hvorttveggja og gætu það, ef þeir vildu.
Halda mannfjölguninni í hófi, ekki ástunda að fjölga
sem mest, heldur að þeir, sem bætast við, eigi við betri
kjör að búa og geti lifað heilbrigðara og fullkomn-
ara lífi.
Míllibilsástand sem na verið sagt um nýtækn-
ina, merkir þó ,ekki, að hún hafi þegar
náð völdum í heiminum. Forntæknin ríkir enn að mestu
og nýtæknin hefir orðið að lúta sömu markmiðum og
hún og því ekki borið þann árangur, er skyldi. Vér lifum
nú í millibilsástandi. Til þess að nýtæknin fái notið sín
og orðið mannkyninu til blessunar, þarf nýtt skipulag.
Ef vér nú lítum á lífið eins og það er á
vorum dögum undir valdi vélamenning-
arinnar, verður það fyrst fyrir oss, hve allt er tímabund-
ið. Allt fylgir klukkunni, frá því vér vöknum á morgn-
ana og þangað til vér háttum á kvöldin. Vér förum á
fætur á ákveðinni stund, etum hverja máltíð á tiltekn-
um tíma og hverju föstu starfi er ákveðinn sinn tími.
Stundatöflu skólans, ski'ifstofunnar, verksmiðjunnar
v.erður að fylgja nákvæmlega, annars verður árekstur
og einn bíður eftir öðrum. Þetta er að vísu nauðsynlegt
í mörgum efnum, en verði lífið allt svona vélgengt, eins
þær stundii', sem ætlaðar eru til hressingar og skemmt-
unar, er hætt við leiðindum og trénun. Það er lífsnauð-
syn að geta stundum fylgt hvötum líðandi stundar og
taka sér skorpu við það, sem maður er þá bezt upplagð-
ur til. — Annað einkenni vélamenningarinnar er það,
hve mikið fer í það að yfirvinna fjarlægðir rúms og
tíma. Jafnvel gerilsneyðing mjólkur er fyrst og fremst
til þess, að mjólkin skemmist ekki á leiðinni frá kúnni
til neytandans, en hún dregur um leið úr næringargildi
mjólkurinnar. Sé byggð hagað þannig, að skemmra
þurfi að flytja mjólkina, má spara gerilsneyðinguna.