Skírnir - 01.01.1935, Blaðsíða 93
Skírnir]
Tækni og menning.
91
Vitrir menn hafa dregið í efa, hvort ritvélin, talsíminn
og bíllinn hafi ekki skapað meira erfíði og eyðslu en
þau hafa sparað, þó merkileg tæki séu frá tækninnar
sjónarmiði, af því að þau hafa aukið hraða og vöxt
bréfaskrifta, samtala og ferða langt yfir nauðsyn fram.
Og Bertrand Russell bendir á, að allar samgöngubætur
hafi orðið til þess að auka vegalengdina, sem menn urðu
að fara. Þar sem maður fyrir öld síðan þurfti hálftíma
gang til vinnustöðvar sinnar, þarf nú hálftíma akstur,
af því að byggðin hefir færzt út að sama skapi sem
samgöngutækin bötnuðu, svo að hvað etur annað upp.
Með öllum þessum auknu samböndum verður að-
kallið að einstaklingnum margfalt meira en áður, tím-
inn fer í mola, athyglin dreifist, merkilegu og ómerki-
legu er hellt í graut yfir mann, engin ró til djúptækrar
íhugunar og yfirlits. Vér höfum margfaldað kröfurnar
til einstaklingsins, án þess að gera hann færan um að
verða skynsamlega við þeim, og hugurinn verður form-
laus flatneskja.
Blind efnis-
kyggja-
Það er afleiðing af hinum mikla áhuga
á að framleiða sem mest og að koma því
út, að menn leggja meiri áherzlu á lík-
amleg gæði en andleg, fórna tíma og ánægju til að
afla sér alls konar óþarfa, sem menn halda að sé til
þæginda, en gera lítið úr andlegum störfum og nautn-
um og telja slíkt ,,tilgangslaust“. Allt, sem hafa má
yndi af án mikils tilkostnaðar, er í litlu gildi. Það þykir
betra að opna útvarpið en að syngja sjálfur eða yrkja
Ijóð sér til hugarhægðar. Menn vilja hafa vél 'til alls,
gleyma tilganginum vegna tækjanna og framleiða og
nota hluti án tillits til þess, hvort þörf var á þeim eða
ekki. Mikið af því vélafli, sem nú er notað til fram-
kvæmdanna, mætti spara með skynsamlegra þjóðskipu-
lagi og heilbrigðari lifnaðarháttum, eins og gervitennur
mundu verða fátíðari með hollara mataræði. Mikið af
vélum vorum eru eins konar hækjur mannfélagsins. Vill-
an er sú að halda, að það þjóðfélag sé bezt, þar sem