Skírnir - 01.01.1935, Page 94
92
Tækni og menning.
[Skírnir
flestir ganga á hækjum. Menn finna stundum upp flókn-
ar vélar til að gera það, sem vinna má með einfaldari
tækjum og minna tilkostnaði, eða jafnvel þyrfti ekki
að vinna.
Andóf.
Tilgangur vélanna ætti að vera sá, að
Samvmna 1 sta« ja j. gj ^ hið breiða bak þeirra allt það
þrœldoms. r .
erfioi, sem menn eru 1 raunmni ofgooir
til, svo að sú vinna, er þeir inna af höndum, geti orðið
þeim til þroska og yndis. En til þess að slíkt megi verða,
þarf nánari samvinnu og fullkomnara skipulag, þar sem
eitt er miðað við annað. Vélin hefir ekki náð þessu mark-
miði, af því að hún hefir ekki verið tekin í þjónustu
sannra hagsmuna mannkynsins, heldur höfð til þess að
auka auð og völd einstakra manna og stétta.
Vélin hefir því mætt allmiklu andófi, ekki
aðeins frá verkalýðnum, heldur og frá
mörgum andans skörungum, er sáu, að vélamenningin
tók ekkert til greina sumar dýpstu þarfir mannssálar-
innar. Andófið hefir komið fram í mörgum myndum.
Þar sem vélamenningin stefnir að því að leggja undir sig
gjörvallan heim, lönd og þjóðir, án tillits til sérkenna
þeirra og ólíkrar fortíðar, og steypa sem flest í sama
móti, hafa menn vaknað upp til skilnings á gildi hins
sérkennilega, staðbundna og þjóðlega og tekið að rann-
saka það allt og varðveita leifar þess eftir föngum og
yngja það upp. Það einkenndi mjög 19. öldina.
Með vexti bæjanna, þar sem menn voru útilokaðir
frá náttúrunni og sáu naumast heiðan himin, gras né
skóg, kom þráin að hverfa aftur til náttúrunnar og flýja
vélarnar. Það var ein af orsökunum til hinna miklu
mannflutninga til annara heimsálfa, svo sem Ameríku
og Afríku. Menn námu lönd og undu glaðir hinu nýja
frelsi í skauti náttúrunnar. En vélin kom brátt á eftir
þeim og hefir tekið þar völdin, svo að nú er ekkert und-
anfæri lengur, nema að horfast í augu við hana og reyna
að gera hana að þjóni sínum, því að taka upp aftur forn