Skírnir - 01.01.1935, Page 95
Skírnir]
Tækni og menning.
93
og ófullkomin íæki væri að afsala sér nútíðarmenn-
ingunni.
En það hefir líka verið afturhvarf til hins frum-
stæða í tilfinningalífi manna og háttum og mest þar sem
vélin var orðin máttugust. Menn hafa gefið list villi-
þjóða meiri gaum en áður og tekið upp söngva þeirra
og dansa. Ástalífið er orðið dægrastytting eftir hið ein-
ræma strit dagsins og fær hálfa fullnægingu í dansa-
daðri, kámugum gamansöngvum og kossaflensi kvik-
myndanna. Menn reyna að vega upp á móti áhrifum vél-
arinnar með andlegum ruddaskap og menningin er 1
hættu. Því að villimenn geta ekki stjórnað þessari menn-
ingu í þeim efnum, sem mest veltur á. „Loðinn api í
kyndararúmi er alvarlegt háskamerki; Joðinn api á
stjórnpalli merkir strand innan stundar. Að slíkir apar
koma fram í mynd þeirra, er reyna að koma því í verk
með vísvitandi hrottaskap og harðneskju, sem þá brest-
ur vit og manndóm til að framkvæma með mannúðlegri
stjórn, sýnir, á hve veikum og ótraustum grunni vélin
hvílir nú“.
Þá eru íþróttirnar. Þar kveður mest að íþrótta-
keppni, þar sem áhorfendurnir eru enn meira atriði en
íþróttirnar sjálfar. Slíkir leikir hafa verið í mestu gengi
á þeim tímum, er alþýða manna var undir svo strangri
reglu, að hún gat ekki leikið sér sjálf og varð að leita
hvötum sínum til afreka, leikni og hetjudáðar fullnæg-
ingar í að horfa á slíkt hjá öðrum. Þessar sýningar
þurfa þá helzt að vera þannig, að hætta og tilviljun ráði
miklu. Um leið og vélgengið gerir lífið útreiknanlegt og
bægir tilviljun á braut, leita menn hennar í leiknum og
fylgja honum með áhuga, jafnvel í blöðunum, ef þeir
geta ekki verið áhorfendur sjálfir. Hinn mikli áhugi á
meti, þar sem munar jafnvel ekki nema broti úr sekúndu,
sýnir hinn vélræna hugsunarhátt. Og þó að íþróttirnar
hafi átt að vera andvægi á móti vélinni, er hinum miklu
íþróttamótum stjórnað með samskonar aga og í hernaði