Skírnir - 01.01.1935, Blaðsíða 96
94
Tækni og menning.
[Skírnir
og þau gerð að gróðafyrirtækjum og auglýsingu eins og
hver önnur vélaframleiðsla.
Loks er stríðið. Það er stórfenglegasti sjónleikur
vélgengs mannfélags. Og hann er alvara, upp á líf og
dauða, leysir menn úr viðjum leiðans við vélgengið og
hefur þá um stund yfir auvirðilega gróðafýsn og eigin-
girni. En í stríðinu verður vélin og villimaðurinn allt eitt!
Látum Mumford lýsa ástandi nútíðarmannsins: ,,Ef
fólk er of sljótt til að hugsa, getur það lesið; ef það er
of þreytt til að lesa, getur það horft á kvikmynd; sé það
ekki hægt, g.etur það opnað útvarpið; það getur að
minnsta kosti komizt hjá því að gera neitt sjálft: elsk-
andalíki, hetjulíki, auðæfalíki fyllir hið veiklaða og
vesæla líf þess og flytur eim óveruleikans inn í híbýli
þess. Og með því að vélin sjálf hefir með nokkrum hætti
orðið virkari og mannlegri og tekið á sig eiginleika aug-
ans og eyrans, hafa mennirnir, sem nota vélina til und-
ankomu, að jafnaði orðið óvirkari og vélrænni. Óvissir
um rödd sína, ófærir til að halda laginu hafa þeir hljóð-
farann eða útvarpstækið með sér, þegar þeir skreppa í
skemmtiferð. Af því að þeir eru hræddir við það að vera
einir með hugsanir sínar, hræddir við að horfa inn í
tómleik og tregðu huga síns, opna þeir útvarpið og eta
og skrafa og sofna við síómandi undirspil frá umheimi:
samsöng eða áróðrarræðu eða hviksögur, sem kallaðar
eru fréttir. Jafnvel það sjálfdæmi, sem hinn vesælasti
vinnuþræll átti áður, þegar hann varð að sæta hlutskifti
Öskubusku, sem dr.eymdi um kóngssoninn fagra, er syst-
ur hennar fóru á dansleikinn, er horfið í þessu vélgenga
umhverfi; nú á dögum eiga hennar líkar ekkert annað
athvarf en vélina. Með því að nota vélina eina til þess
að losna við vélina, hefir hið vélræna fólk stokkið úr
öskunni í eldinn. Hlífin er af sama toga og umhverfið
sjálft. Kvikmyndirnar frægja tilfinningalausan rudda-
skap og morðfýsn þorparans; fréttaþátturinn undirbýr
ókomin stríð með því að sýna viku hverja síðustu hern-
aðartækin, um leið og leikinn er áhrifamikill þáttur úr