Skírnir - 01.01.1935, Blaðsíða 97
Skírnir]
Tækni og menning.
95
þjóðsöngnum. Þetta verður ekki til að létta andlega
farginu af mönnum, heldur til þess að auka spenninginn
og stuðla að skaðlegri lausn hans. Eftir að menn hafa
fylgt þúsund hrottalegum vígum á kvikmynd, eru þeir
búnir undir rán, aftöku án dóms og laga, morð eða stríð
í fullri alvöru. Þegar eftirlíkingin, sem kvikmyndin og*
útvarpið flytur, fer að verða dauf á bragðið, fer menn
að langa í blóðið sjálft. í stuttu máli: hlífin býr undir
nýtt högg“.
... .. . Þrátt fyrir þetta hefir vélin fært mann-
iNy veromæti. r
kyninu ny veromæti. Hún hefir kennt
mönnum, hve miklu samvinna í hugsun og athöfnum
fær orkað. Hún hefir kennt þeim að virða fasta röð og
reglu í framkvæmdum. Hún hefir bætt fjölda iðna við
þær, sem áður voru og hægt var að stunda með einföld-
um tækjum. Hún hefir skapað tæki, er færðu út svið
mannlegrar skynjunar og opnuðu nýja heima. Hún hefir
skapað nýja fegurð. f þeirri fegurðarhugsjón, sem
tengd er við vélina og það, sem frá henni kemur, er fólg-
in nákvæmni, reikningur, veiluleysi, einfaldleiki, hag-
kvæmni. Þar er öllu óþörfu sleppt, öllu því, sem ekki
svarar beint tilgangi eða notkun hlutarins, sem gerður
er. Fegurðin er hér afkvæmi hagkvæmninnar. Það er
stæi’ðfræðileg fegurð, fegurð eðlisnauðsynjarinnar, feg-
urð hins nakta efnis, rökvísi heildarinnar. Virknistefn-
an (functionalism) í húsagerð og iðnaði er runnin frá
vélinni. Vélin er sem sköpuð til að vinna að jöfnuði. Hún
fellir hið fágæta í gildi, því að þegar hún hefir gert einn
góðan hlut, getur hún eins vel gert miljón þeirra. Nýj-
ustu, ódýrustu, algengustu hlutir geta verið ágætari að
fegurð en fágætustu, elztu og dýrustu hlutir, sem menn
sækjast eftir, af því að þeir eru gamlir og fágætir. Á
síðari tímum hafa skrautgripir verið gerðir úr ódýrum
°g algengum efnum og þar með viðurkennt, að jafnvel
líkamsskraut þarf ekki að vera bundið við fágæti eða
kostnað, heldur við fegurðina eina, sem fólgin er í lit,
lögun, línu, áferð eða ímynd. Með slíkum hætti jafnar