Skírnir - 01.01.1935, Page 98
S6
Tækni og menning.
[Skírnir
vélin stéttamuninn. Það er enginn munur á rafmagns-
peru fátæka og ríka mannsins. Fyrsta markmið vélar-
innar er virkni. Til að ná því þarf lagfestu. En aðal-
markmiðið er að losa mennina úr þrældómi.
Vélarnar hafa gert umhverfið margfalt flóknara
en það áður var. Það sést ef vér t. d. berum saman hús
eða götu frá 18. öld og nútíðarhús og götu með öllum
þeim lögnum, vélum og tækjum, sem þar felast. En ein-
mitt af því að umhverfið er af þessum sökum orðið svo
fjölbreytt og flókið, verður það þreytandi og mæðir of
mjög á athyglinni, ef ekki er jafnframt reynt að gera
hvern hlut svo einfaldan sem unnt er. Það kemur með
lagfestunni. Hún gerir sama gagn og mannasiðir í um-
gengni manna: sparar orku og umhugsun. Það væri ekki
lítil fyrirhöfn að hugsa upp nýja kveðju í hvert sinn, í
stað þess að hafa allt af þá sömu. Því einfaldara sem
form einhvers hlutar er, því næmari verður maður hins
vegar fyrir afviki frá því, og þess vegna getur lítil breyt-
ing verið nóg til að nýjung verði af. —
Frægur sagnfræðingur spurði eitt sinn nemendur
sína, hvað væri mikilvægast af því, sem kæmi úr nám-
unum. Einn nefndi kol, annar járn, þriðji gull. „Nei“,
sagði kennarinn. „Hið mikilvægasta af því, sem kemur
úr námunum, er námumaðurinn".
Hvaða eiginleiki er það þá, sem vélamenningin hef-
ir sérstaklega glætt hjá mönnum? Mumford heldur, að
það sé hlutsýnin. Menn hafa lært að bera virðingu fyrir
staðreyndum, beygja sig fyrir þeim lögum, sem athugun
og tilraunir sýna að hlutirnir hlýða, og á það þó sérstak-
lega við vísindamennina. Þessari hlutsýni, skarpari at-
hygli á veruleikanum og lögum hans, verður nú að beita,
,ef vér viljum gera vélina þjón mannlífsins, en ekki herra,
og hefja oss þar með á æðra stig mannlegs lífs.
Menn eru farnir að sjá, að hervélarnar,
Velatruin bilar.
sem geroar eru 1 velsmiojum og efna-
smiðjum, verða í höndum samvizkulausra hrotta lífs-
hætta fyrir mannfélagið, og að ekki má hér eftir sem