Skírnir - 01.01.1935, Page 99
Skírnir]
Tækni og menning.
97
hingað til láta ótamda eigingirni og fjárgræðgi ráða
yfir risaöflum þeim, sem tæknin hefir vakið til starfa.
Vér höfum látið vélagamminn geysa, án þess að sam-
stilla hann hæfileikum og þörfum mannkynsins, í þeirri
von, að þau vandamál, sem af vélunum spretta, jöfnuð-
ust af sjálfu sér. Þegar frá hinni augljósu blessun, sem
vélarnar hafa fært oss í ýmsum efnum, er dregin öll sú
orka, hugsun, tími og auðæfi, sem varið er til að undir-
búa stríð — hvað þá ef allar stríðsskuldir væru teknar
með — þá er hreinn ágóði ömurlega lítill og verður
minni og minni, því meira sem lagt er til herbúnaðar. Vél-
arnar hafa hingað til aðallega gagnað auðvaldinu, en
vér erum nú að skilja, að hagur tækninnar og auðvalds-
ins fer ekki allt af saman og er oft andstæður, og að
auðvaldið hefir verið því til tálmunar, að mannkynið
græddi á tækninni. Sumt, sem auðvaldinu hefir verið
þakkað, hefir sprottið af samstarfi í hugsun og athöfn
og af reglufestu — en það eru dyggðir, sem ekki standa
í órjúfandi sambandi við auðvald. Það er hættulegt
fyrir mannfélagið að auka vélgengið án þess að þjóð-
skipulag og stjórn sé bætt. Það verður að miða starf og
gang vélanna við þarfir þjóðfélagsins. Þar sem náttúru-
vísindi, eðlisfræði og efnafræði, hafa að undanförnu
tekið beztu mennina í þjónustu sína, verða líffræðingar,
þjóðfélagsfræðingar og stjórnfræðingar nú að koma til
skjalanna, ráðsetja framleiðsluna og setja tækninni
ný markmið.
. , Frá sjónarmiði orku og lífs eru megin-
atnði mannlegs buskapar fjogur: orku-
nýting, framleiðsla, neyzla og sköpun. I tveim fyrstu
atriðunum er fólgið allt það starf, sem þarf til að afla
gæða náttúrunnar og breyta þeim svo, að þau fullnægi
þörfum manna. Neyzlan er fólgin í því að njóta þess-
ara gæða og viðhalda þar með lífinu og öðlast kraft til
skapanda starfs. Varanlegur árangur búskaparins birt-
ist aðallega í hinum andlegu verðmætum menningarinn-
•ar, í siðum, listum og vísindum, í aðferðum og gangi
7