Skírnir - 01.01.1935, Blaðsíða 100
98
Tækni og menning.
[Skírnir
tækninnar, eða í lífinu sjálfu, í sannri auðgun, er kemur
af því að njóta lífsorkunnar í hugsun, athöfn og tilfinn-
ingum, í leik og dáð og persónulegum þroska. Mæli-
kvarðinn á búskap hverrar þjóðar ætti að vera hlut-
fallið milli framleiðslutækja hennar og afreka. Þjóð-
félag, sem hefir léleg framleiðslutæki, en skapar mikil
andleg verðmæti, stendur frá mannlegu sjónarmiði
hærra en annað, sem ræður yfir ógrynni framleiðslu-
tækja, en á fáa skapandi anda. Rómverjar, sem lögðu
undir sig ógrynni auðæfa í samanburði við Grikki, náðu
þó ekki að skapa neitt, er sambærilegt væri við hið bezta,.
sem Grikkir gerðu.
FramleiSslan Mumdkn'cl hyggur, að eina ráðið, sem dugi
til þess að varðveita og hagnýta orku-
lindir heimsins svo, að þær komi mannkyninu að sem
beztu gagni, sé, að þjóðfélagið eignist þær og ráðsetji
notkun þeirra. Sú ráðsetning yrði meðal annars fólgin í
því að ákveða, hvaða atvinnuveg skyldíi sérstaklega
leggja stund á á hverju svæði, því að til þess þarf vís-
indalegar rannsóknir og taka margt til greina, sem ein-
staklingurinn ræður ekki við. En til að auka og bæta
framleiðsluna kemur margt til greina. Fyrst það að gera
aðstöðu verkamannanna við vinnuna þannig, að þeir
njóti sín við hana og hún verði þeim ljúf. Mikið af ár-
angri vélanna hefir hingað til farið forgörðum, vegna
þess að menn til skamms tíma hafa nær eingöngu hugs-
að um að gera vélarnar sem fullkomnastar, en lítið um
verkamennina. Þess vegna hafa verið sífeldar vinnu-
stöðvanir, verkföll og verkbönn. En dæmi Cadbury í
Bournville og ýmissa fleiri iðjuhölda sýnir, hverju má
til leiðar koma, ef rétt er farið að. Það verður að minnka
sem mest þau störf, sem mönnum eru lítt sæmandi, og
hætta að framleiða það, sem engum er til gagns, gefa
mönnum hvöt til að finna upp það, sem framleiðslunni
má verða til bóta, ala upp félagsanda og sómatilfinn-
ingu, gera starfið menntandi. Framleiðslan getur og auk-
izt mjög, án þess að nota meiri orku en áður, með full-