Skírnir - 01.01.1935, Blaðsíða 101
Skímir]
Tækni og menning.
99
komnu skipulagi á öllum gangi v.erksins, réttri meðferð
hráefna, flutnings, geymslu, röð og reglu á hverjum
hlut, og með því að lagfesta allt, sem lagfesta má, og er
margföld reynsla fyrir þessu í beztu nútíðarverksmiðj-
um. Til hagkvæmrar framleiðslu heyrir og það að fram-
leiða á hverju sviði það, sem það er bezt fallið til. Þar
sem rafmagn má fá, þarf ekki að hrúga fjölda verk-
smiðja saman á einn stað, heldur má dreifa þeim þannig,
að hver sé þar sem hún er bezt sett og framleiði fyrst
°g fremst til að fullnægja þörfum umhv.erfisins. Það
sparar óþarfa flutninga og milliliði. Auðvitað verður
naumast nokkurt svæði sjálfu sér nógt um allt, verður
að flytja út það af framleiðslu sinni, er það notar ekki
sjálft, og inn það, sem ekki er framleitt þar. En einhæf
framleiðsla hefir þann ókost, að hætt er einu auganu,
°g að lífið verður fábreytt og býður lítil þroskaskilyrði.
Eins og á hverju svæði gæti verið heilbrigt jafnvægi
milli jurta og dýralífs, eins ætti á hverju svæði að geta
orðið heilbrigt jafnvægi milli iðnaðar og jarðræktar,
sveita og borga.
Neyzlan Vaxandi vélamenning hefir skapað
kredduna um vaxandi þarfir. Iðnaðin-
um var ekki aðeins beint að því að margfalda vörurnar
°g gera þær fjölbreyttari, heldur og að hinu, að marg-
falda eftirspurnina .eftir þeim. Tilgangurinn varð ekki
aðeins að fullnægja þörfum, heldur og að skapa nýjar
°g nýjar þarfir. Það þótti ekki lengur fínt að lifa á
heimafengnum hlutum — fínna að „gleypa aðkeypt
spað uppúr skuldasúri“. Hirð og auðkýfingar gáfu tón-
lr*n í óhóflegri eyðslu og markmiðið átti að vera, að allir
gætu „lifað eins og kóngar“, og loks var farið að selja vör-
ur upp á afborgun til þess að koma þeim út, þó að tekj-
urnar hrykkju ekki til að borga þær.
En ef litið er á lífsþarfirnar sjálfar, þá er kenningin
um sívaxandi þarfir lokleysa ein. Lífsþarfirnar eru tak-
markaðar, þær geta ekki vaxið takmarkalaust fremur
en mannslíkaminn sjálfur. Hann þarf tiltekinn skamt
7*