Skírnir - 01.01.1935, Síða 102
100
Tækni og menning.
[Skírnir
næringarefna á dag, til þess að manni líði vel. Þegar
það er fengið, þatnar ekki líðanin með því að tvöfalda
eða þrefalda skamtinn, heldur þvert á móti. Þá koma
meltingarörðugleikar. Skemmtun vex ekki heldur enda-
laust með því að margfalda magn og fjölbreytni áhrif-
anna. Heilbrigt líf heimtar takmörkun, einræmi, endur-
tekningu engu síður en breytingu, fjölbreytni og aukn-
ingu. Börnum leiðist, ef þau eiga ofmörg leikföng. Eins
fer auðkýfingunum, sem ekki þurfa neitt að hugsa um
að takmarka útgjöld sín og grípa eitt af öðru án þess
að leggja alvarlega rækt við neitt. Enginn er sælli við
það, að húsgögn og klæði endist stutta stund, svo að fá
þurfi ný til að „tolla í tízkunni". Með vaxandi andleg-
um þroska og smekk fá menn óbeit á því að elta heimsku-
lega dynti tízkunnar, og slíkar örar breytingar eru só-
un, sem etur upp mikið af því gagni, sem vélar gera. Og
það er heimska að leggja niður fullkomið form, þegar
það er fundið.
En maðurinn lifir ekki á einu saman brauði, þarf
meira en fæði, klæði og húsnæði. Það verður að gera
þær kröfur, að allir geti notið að nokkru hinna andlegu
gæða menningarinnar og fengið næði til frjálsra starfa.
Mikil útgjöld eru engin trygging slíks. Sumt af því, sem
kallað er þægindi, leiðir til ómennsku; menn reyna að
eignast allt nema sjálfa sig. Það verður að koma viti í
neyzluna. Fullnægja fyrst sönnum frumþörfum lífsins
með hollara fæði, klæðnaði og húsnæði, en almenningur
hefir. hingað til notið, þrátt fyrir allt gortið af véla-
framleiðslunni, ákveða hvað til þess þarf og haga fram-
leiðslunni eftir því.
Mumford heldur nú, að eina ráðið til að
tryggja þetta verði það, að ríkið taki að
sér að sjá öllum fyrir fullnægingu frum-
þarfa lífsins. Það hafi raunar verið viðurkennt í þúsund
ár, að þjóðarheildin ætti að sjá munaðarlausum börnum
og ósjálfbjarga mönnum fyrir þessu, og vér látum jafn-
vel ekki glæpamenn, sem ríkið tekur, fara þess á mis.
Sameignar-
grundvöllur.