Skírnir - 01.01.1935, Side 105
Skírnir]
Tækni og menning.
103
VélaveldiS
minnkar.
kreddukenninga. Að jafnframt verði að vera til neyt-
endafélagsskapur til þess að hafa eftirlit með tegund,
.gæðum og dreifingu framleiðslunnar og finna vísinda-
lega mælikvarða á hana. Og loks, að ríkið verði að hafa
yfirráð landeigna, fjármagns og véla.
Ein af trúarsetningum síðustu aldar var
það, að vélavaldið mundi stöðugt vaxa
meira og meira og vélunum fara fram,
en hvoru tveggja eru takmörk sett. Vélar verða ekki
bættar óendanlega, sumar hafa þegar náð fullkomnun,
og margt bendir á, að notkun véla minnki fremur en
vaxi. Þegar t. d. nýir bæir eru skipulagðir af því viti og
þekkingu, sem nú er til umráða, þarf ekki að hafa þar
neðanjarðarbrautir með þeim vélum, er þeim heyra.
Þegar konur hættu að ganga í lífstykki, var sá iðnaður
úr sögunni. Margt af því, sem búið er til, er vélræn upp-
bót fyrir þær skemmdir á líkama einstaklingsins og þjóð-
félagsins, er vitlausir lifnaðarhættir og skipulag valda,
svo að þegar mannfélaginu fer fram, verður atvinnuleysi
véla ekki minna en manna nú.
„Er vér lítum aftur yfir sögu hinnar nýju
Ni?Suriagsor8 ^ækni, sést, að menn hafa verið að
strjúka og stilla strengina síðan á 10. öld.
Áður en ljósin voru tendruð, komu nýir menn hver af
öðrum inn í hljóðfæraliðið og reyndu að lesa nóturnar.
Á 17. öld voru fiðlararnir og trjáblástursmennirnir
komnir, og léku með hvellum, háum tónum forspil að
hinum mikla tónleik vélfræðinnar og uppfyndinganna.
Á 18. öldinni bættust málmhljóðfærin við, og fyrsti þátt-
ur leiksins, þar sem meira kvað að málmhljóði en tré-
hljóði, glumdi í hverjum sal og svölum Vesturlanda.
Loks, á 19. öldinni, kom sjálf mannsröddin, er þangað
til hafði verið bæld og þögul, og lét feimnislega heyra
til sín gegnum samtaka óhljómana, einmitt um leið og
tók að dynja í stórbumbunum. Höfum vér heyrt allt verk-
ið? Því fer fjarri. Allt, sem komið er af því, hefir verið
lítið annað en undirbúningur, og er vér nú loksins höf-