Skírnir - 01.01.1935, Page 107
Bleik lauf.
Saga eftir Jakob Thorarensen.
„Hann mun ekki vera kominn ennþá, vænti eg, þessi
mannskratti, liggur mér við að segja“, mælti Pálína
fremur hranalega og rak höfuðið inn í borðstofudyra-
gættina.
„Herrann er ókominn“, svaraði frúin stillilega.
„Jú, það er líkt og það er vant, — geta aldrei
hundskazt að borðinu á réttum tíma, eins og hinir“,
sagði stúlkan. Hún gat orðið nokkuð tungulöng, þegar
svo bar undir, enda var hún búin að vera í þessu húsi
nær tíu ár og hafði æði mikil völd frammi í eldhúsinu.
„Hver ógn og skelfing gengur á?“ sagði frúin og
roðnaði við. „Eg hefi sagt þér það áður, Palla, að eg
vil ekki heyra svona orðbragð í mínum húsum“.
„Ekki von maður segi það, — þarna megum við
bíða og bíða með uppþvottinn fram eftir öllu kvöldi‘%
svaraði stúlkan af talsverðum móði. En þó hvarf hún
nú burtu án frekari ýfinga.
Frúin sat eftir. Henni fannst sem framkoma þess-
arar gustillu stúlku færi, senn hvað liði, að verða óþol-
andi. Það tók því helzt að láta eins og óhemja út af
öðru eins lítilræði og þessu. En eflaust stöfuðu þessar
slettur og ofsi meðfram af því, að Palla óttaðist, að senn
kynni að verða einhver sú gerbreyting á heimilinu, er
haft gæti í för með sér stöðumissi hennar. Það var á-
stæðulítill ótti. Frúin hafði einmitt hugsað sér, að allt