Skírnir - 01.01.1935, Page 108
106
Bleik lauf.
[Skírnir
gæti orðið í svipuðu horfi og áður, þó að — þó að eitt-
hvað kynni úr þessu að verða. —
Hún sat hugsi stundarkorn, rýndi út í framtíðina
og leitaðist við að átta sig á veðramerkjunum. — Átti hún
að velja eða hafna?
Það var að vissu leyti frábærlega einkennilegt, þetta
sem fram undan var og þokaðist nær og nær. Og hún
hefði rétt getað svarið fyrir, að hún ætti eftir að lenda
í þvílíkri hringiðu — héðan af. Hún, sem var orðin fimm-
tíu og tveggja ára gömul og búin að vera ekkja nærfellt
tuttugu ár. Og fyrst er hún veitti þessu eftirtekt, varð
hún í rauninni hálf-forviða á ankannaskap lífsins.
Lengi vel gaf hún þessu tortryggið auga og leitaðist
við að grafast fyrir rætur fláttskaparins. En hún gat
ekki almennilega gert sér grein fyrir, hvernig þessu var
háttað. Og smám saman dróst hún lengra og lengra inn
í láunþungan straum nýrra, óvæntra hugsana; — og áð-
ur en hana varði sjálfa, sat hún þarna í gömlu stofunni
sinni í sérkennilegu, mildu endurskini eins konar æsku.
Gat þetta annars átt sér stað? Var þetta ekki ein-
göngu ímyndun hennar, missýning eða heilaspuni? Nei,
því var ekki þann veg háttað. Hún var ekki í minnsta
vafa lengur, — ekki nú orðið. Hún þekkti mætavel öll
einkenni þessarar hreyfingar frá fornu fari. Hún fann
af hverju þær stöfuðu þessar löngu, þrálátu setur, kann-
aðist við þetta meiningarlausa, fáráða hjal, þetta hopp
og skopp úr ejnu umtalsefni í annað, sökum þess að
hugðarefnið knúði á, en fann þó ekki framrás sjálft í
hnitmiðuðum, rólegum orðum, — enn sem komið var.
Þekkti öll þessi einkenni: gullhamrana, mismælin, leið-
réttingarnar. Seinast var svo kannske misst allrar fót-
festu orðanna og hrapað niður í hyldjúpa þögn og jafn-
skjótt varð þá loftið í stofunni eins og það væri þrungið
títuprjónum. Allt var þetta svo ofboð auðkennilegt; og
svo var guði fyrir að þakka, að ekki virtist þetta neinn
óræstisháttur eða fláttskapur, eins og hún hafði þó
haldið í fyrstu.