Skírnir - 01.01.1935, Side 109
Skírnir]
Bleik lauf.
107
Og hversu var nú viðhorf hennar sjálfrar? — Æ-i,
hún v.issi það naumast. Þetta var svo skelfing mik.il
fjarstæða, — hann ekki nema tæplega þrítugur. Nei,
sannarlega vissi hún ekki, hvort hún mundi þora þetta,
þegar á ætti að herða, fann, að henni var í raun og veru
ætlað að þiggja svo undur mikið, en átti sjálf langt of
lítið til að gefa á mót.i — héðan af. Þeirri stórfelldu
breytingu, sem á hlyti að verða, fylgdu skyldur og sum-
ar þeirra skyldna var ekki unnt að uppfylla nú orðið.
Og þó — og þó, enn fann hún, að hún bjó yfir geysi-
miklu lífsfjöri og þrótti. Vordaggir síðustu viknanna
höfðu leyst úr læðingi frjómögn í huga hennar og hjarta.
Svo var sem þessi ungi, snotr.i, kviklegi maður hefði
snortið hið kalda berg dægranna einhverjum þeim töfra-
sprota, að teknar voru að streyma fram lindir í lífi henn-
ar að nýju, lindir, sem hún hafði haldið að væru þorr-
ar til fulls. Allt var í einhverjum iðandi gróanda. —
Og samt þorði hún naumast að gefa sig vorinu fullkom-
lega á vald. Því hvað átti að spretta upp af þessum síð-
komnu vordægrum?-----------
Þetta var svo kynlegt á margan hátt. Til dæmis
fannst henni um þessar mundir eins og hún hefði dá-
lítinn beyg af blessuðu húsinu sínu, hlýju, vönduðu og
skuldlausu og yfirleitt af öðrum eignum, sem maðurinn
hennar sálugi hafði skilið henni eftir, þegar hann, sem
var víðkunnur skipstjóri, fórst með skipi sínu og allri
áhöfn fyrir nærfellt tuttugu árum. Þessar eignir voru
bæði húsið og svo hálflendan í Sviðnisdal, auk liðlega
fimmtán þúsund króna í lausafé. Þetta voru að vísu
engar stóre.ignir á ríkismanna mælikvarða; en samt hafði
hún ofurlítinn beyg af þeim, — í þessu sambandi.
Fyrstu árin eftir að hún varð ekkja, hafðist hún
ekki að, lifði þá sumpart í sorgum, en sumpart í útdrátt-
arsömum skemmtunum, vinaboðum og vellystingum. Og
brátt tók þá að fjara nokkuð í eignum hennar. En þeg-
ar hún sá, að hverju fór í þeim efnum, tók hún það fyrir,