Skírnir - 01.01.1935, Side 110
108
Bleik lauf.
[Skimir
að selja fæði, og síðan hafði hún haldið mjög snotur-
lega í horfinu.
Fáum misserum eftir hið sviplega fráfall mannsins
hennar, virtust um tíma talsverðar horfur á nýju sam-
bandi. — Já, því ekki átti hún neina sök á því, þó að
skip færist í hinu þysmikla Atlanzhafi. Hún átti sitt líf
sjálf, — var hlaðin þrótti, frjómagni og fjöri, á þeim
árunum. Og henni hafði getizt svo undur vel að mann-
inum, sem var lögfræðingur á líkum aldri og hún. En
hann þóttist að líkindum of fínn handa henni, því þegar
til kom, sýndi það sig, að það, sem fyrir honum vakti,
var tómur dónaskapur og óræstisháttur. Þá varð því
ekki neitt úr neinu. — Og fram af því tók hún upp
matsöluna.
Sjálf vann hún ekki mikið, þurfti þess ekki með.
Hún lét stúlkurnar um matreiðsluna og önnur húsverk,
en annaðist sjálf um vörukaup og aðrar fjárreiður og
hafði auk þess, að sjálfsögðu, yfirsýn í eldhúsi og búri.
En hún hafði hins vegar aldrei slit.ið sér út á vinnu, og
því átti hún sjálfsagt það að þakka, hve vel hún hélt sér.
Því hann var ekki einn um þá gullhamra, að hún virtist
tíu árum yngri en hún var í raun og veru, fjölmargar
vinkonur hennar héldu fram sömu skoðun. Og með hlið-
sjón af þessum þrálátu staðhæfingum, var hún nú í raun-
inni ögn öruggari og rólegri, því svo var guði fyrir að
þakka, að ekki virtust það þá eignir hennar, sem voru
þungamiðjan í þessari nýju hreyfingu í lífi hennar. —
Það var hún sjálf, sem dró fullt eins mikið. —
Fyrir liðugum þremur mánuðum kom þessi ungi,
snyrtilegi maður til hennar ,,í kost“. Hún v.eitti honum
svo sem enga athygli fyrstu dagana. Þó sá hún það út
undan sér, að hann var öllu snoturlegar til fara heldur
en margir hinir piltarnir, sem hjá henni mötuðust, erida
stunduðu flestir þeirra rétta og slétta erfiðisvinnu, að
undanskildum tveimur skrifstofuþjónum, sem voru
þarna helztir b.ekkskrautuðir.
Hann var hvorki skrifstofuþjónn eða erfiðismaður,