Skírnir - 01.01.1935, Side 112
110
Bleik lauf.
[Skírnir
með henni einni. Það var sem sé föst venja hennar, að
setjast fyrir inni í borðstofunni, er lokið var kvöldverði,
því ýmist athugaði hún þá fjárreiður matsölunnar, ell-
egar hún sat þar við hannyrðir.
Hún hafði einsett sér að hafa stranga gát á þessari
kynlegu hreyfingu og stíga ekki minnsta spor í þessa
stefnu nema að vel yfirlögðu ráði. En samt dróst hún
smám saman í áttina. Það kom fram bæði í orðum henn-
ar og augnaráði, og það kom jafnvel fram í sumum ó-
sjálfráðum athöfnum. Það var til dæmis þetta, að hún,
sem venjulega skipti sér lítt af matseldinni, eins og áð-
ur er sagt, — hún skaut nú inn á borðið til hans rikl-
ingi, eggjum og reyktum laxi sem hreinni aukagetu,
kvöld eftir kvöld. Hún gekk þess ekki dulin, að þetta
vakti grunsemdir og mæltist misjafnlega fyrir frammi í
eldhúsinu; en hún lét sig engu skipta hleypidóma
heimsins. — Svo langt var hún komin áleiðis á þessari
braut. —
Og tregða sú eða tvíveðrungur, sem enn var eftir í
huga hennar í þessu efni, stafaði í raun og veru af ör-
læti kveneðlisins og engu öðru, — henni fannst hún,
með öðrum orðum, eiga langt of lítið til að gefa.
Hitt var annað mál, að ef — ef einhver mikils
háttar breyting átti að verða á lífi hennar á annað borð,
þá hafði hún í rauninni ekki eftir neinu að bíða úr þessu.
Enda fann hún það á sér, að ekki mundi ýkjalangt að
bíða einhverra tíðinda, þó að það drægist að líkindum
fram yfir helgina.
Þannig var, í fæstum orðum sagt, viðhorf konunnar
til þessarar síðvöktu, ísjárverðu hreyfingar. —
Afstaða mannsins var öðruvísi, enda var hann tutt-
ugu og fjórum árum yngri. Hann var þó að vísu enginn
unglingur, nær tuttugu og átta ára gamall. En það var
bæði, að hann stóð höllum fæti um fjárhag og fram-
tíðarhorfur og eins hitt, að honum var orðin rík eðlis-
nauðsyn á einhverri tryggri lendingu í ástum. Hann
hafði tvívegis ,lent á blindskerjum ástalífsins og brotið