Skírnir - 01.01.1935, Qupperneq 113
Skírnir]
Bleik lauf.
111
þar skip sitt í spón. Hann var því noklcru deigari eftir
áföllin og sigldi með æði mikið lækkuðum seglum, enda
hafði hann, eins og nú var sagt, talsverða ástæðu til
hófstillingar á öllum óskum eða kröfum í þessa átt.
Sök var það sér að vísu, þó að hin snúðharða, aust-
firzka kaupmannsdóttir hlunnfær.i hann, eða nuddaði
fram af sér beizlinu um það leyti sem vist hans lauk
hjá föður hennar, þar sem hann hafði verið húskennari.
Hitt gegndi meiri furðu, að honum skyldi ekki, ári seinna,
geta haldizt á hnöttóttri, blóðríkri bóndadóttur, — enda
þótt hún væri organleikari í kirlcju sinnar sveitar. Þau
voru þó, sannast að segja, á líku menningarreki, eða
hún þar að minnsta kosti engu fremri.
Næstu misserin eftir það óskiljanlega óhapp var
sem hann drægist inn í gráa súld sinnuleysis og honum
var dimmt fyrir augum, þegar hann horfði til þessarar
áttar, — hafði ekkert að virða við liðinn tíma og vænti
sér lítils af framtíðinni. Og þannig til reika kom hann
að haustnóttum 1 þetta hús, ókunnugur og úrræðafár,
auralítill og skuldum vafinn.
Og honum fór líkt og henni fyrstu vikuna: Hin
roskna matselja vakti sannast að segja fremur litla at-
hygli hans. Milli hans og hennar var þetta drjúga bil
aldurs, sem lífið markar löngum svo meistaralega trútt
og skýrt. Að vísu sá hann það, að ekki kvað þarna mikið
að lauffalli, enn sem komið var, en hins vegar virtist þó
Uðið mjög að hausti. Hinn mesti fjöldi þvílíkra kvenna
hafði fyrr og síðar orðið á vegum hans, — konur, sem
að vísu voru hver annari ólíkar í sjón og raun, en urðu
þó allar skilgreindar með sömu auðkennisorðum: horf-
ið — liðið.
En brátt heyrði hann, að mörgu var hvíslað við
borðið í sambandi við þessa sællegu ekkjufrú, þegar hún
yar ekki viðstödd. Svo var sem einhver ósegjanlega
fifikil, hljóðlát virðing hvíldi yfir henni og hennar hög-
am. í því efni reis enginn skoðanamunur milli hinna
þrætugjörnu, mislitu manna, sem þarna áttu samneyti.